Launahækkunn forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur er vægast sagt fáránleg svo vægt sé til orða tekið en á dögunum fékk forstjórinn 370 þúsund króna launahækkunn á mánuði ofan á 2,5 milljón króna laun á mánuði.
Á sama tíma var ákveðið að forstjóranum var kippt út úr stórnum dótturfélaga og fær þar af leiðandi ekki laun fyrir þá setu og ber þar af leiðandi ekki ábyrgð á stjóraraðgerðum þeirra félaga að neinu leiti og verður þar með af um 480 þúsund krónum vegna þeirrar setu eins og eðlilegt mundi teljast væri siðferðisstaðallinn í lagi.
Og þegar dótturfélag er með sjálfstæða stjórn þá minnkar það til muna þann tíma og orku sem forstjóri móðurfélagsins þarf að eyða í að sinna starfsemi og verkefnum dótturfélagsins enda hægt að fá upplýsingarnar eftir öðrum leiðum og tekur varla meiri tíma en það gerði meðan hann sat í stjórn þeirra.
Til að réttlæta launahækkunina ætti þá að koma samsvarandi vinnuframlag í staðinn.
Með minnkandi vinnuframlagi og þar með minni ábyrgð er þessi launahækkunn á allan hátt siðferðilega röng og þar fyrir utan er ekkert sem réttlætir tæplega 3. milljóna króna laun á mánuði.
Hérna er stjórn OR: „Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður, Gylfi Magnússon, sem er varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds“ Stjórnin sem var svo einhuga í því að hækka laun forstjórans.