Ég ætla að þakka Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir myndband sem hann gerði í dag þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa samþykkt frumvarp það í gær sem snýr að almannatryggingum.
Hann viðurkennir að hafa ekki kynnt sér frumvarpið nógu vel, misskilið það og lagt það fyrir þingflokkinn til samþykktar án þess að hafa gert sér ljóst að lögin afnema öll mannréttindi bótaþega eins og ég kom inn á í pistli frá því í gær.
Ég tek ofan fyrir Helga, Birgittu og Jóni fyrir að viðurkenna að þau hafi gert mistök og eru tilbúin að gera allt til að bæta fyrir þau mistök.
Píratar eiga enn minn stuðning og það má þakka því sem Helgi segir í þessu myndbandi hér að neðan.