69. greinin hefur verið brotin hvað eftir annað síðustu tíu árin og er það ein af ástæðum þess að kjör öryrkja hafa dregist aftur úr þegar kemur að launaþróun um meira en 60% .
Það er bráðnauðsynlegt að í málaferlum gegn ríkinu verði lögð rík áhersla á það að fá flýtimeðferð hjá öllum dómsstigum enda má alveg leiða líkum að því að þetta mál endi fyrir MDE þar sem íslenskir dómstólar eru hliðhollari stjórnvöldum heldur en almenningi þegar kemur að þessum málum og ótækt að svona mál fái að velkjast í kerfinu í tvö til þrjú ár eða lengur.
69. gr.
Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.