Frumvarp Eyglóar Harðardóttur sem samþykkt var á nýafstöðnu þingi er enn eitt það skýrasta dæmi sem hægt er að finna hvernig lífeyrisþegum í landinu er mismunað og þau vinnubrögð sem ganga þvert á slagorð Framsóknarflokksins sem segir að heimilin í landinu eiga að vera í forgangi. Það er lítill forgangur í því að hvetja fólk til að skilja, hvort heldur það er á pappírum eða í alvöru og flytja lögheimili sitt annað til að fá hærri bætur almannatrygginga.
Skoðum nokkur dæmi úr bráðabirgðareiknivél TR.
Hér er dæmi um einstakling sem býr einn, fær 115. þús. úr lifeyrissjóði.
Forsendur útreiknings: Örorkulífeyrir Aldur við fyrsta 75% örorkumat miðast við 35 ára aldur Á ekki maka Býr ein(n) Með hreyfihömlunarmat: Nei Barnafjöldi yngri en 18 ára: ekkert barn Meðlag greitt með engu barni Búsetuhlutfall: 100
Eins og sjá má á myndinni hér að ofan fær einstaklingur sem býr einn og er ekki í sambúð 246.796 krónur eftir skatta og gjöld.
Heildar greiðslur eru hins vegar 309.967 krónur og er því tekin skattur upp á 63.171 krónu.
Hér að neðan er svo dæmi um sama einstakling í sambúð.
Forsendur útreiknings: Örorkulífeyrir Aldur við fyrsta 75% örorkumat miðast við 35 ára aldur Á ekki maka Bý ekki ein(n) Með hreyfihömlunarmat: Nei Barnafjöldi yngri en 18 ára: ekkert barn Meðlag greitt með engu barni Búsetuhlutfall: 100
Með því að vera í sambúð eða búa með öðrum, fær viðkomandi á þessu nýja kerfi Eyglóar og Ríkisstjórnarinar enn minna í vasann því þá eru útreikningarnir þannig að heildargreiðslurnar verða 280.023 krónur, brúttó, skattafrádráttur 52.053 krónur á mánuði og útborgaðar verða því 227.970 krónur.
Einstaklingur sem býr ekki einn og verður öryrki við 18 ára aldur fær hins vegar 280.000 krónur brúttó, skattur dregin af því er 52.044 krónur og útborgað til viðkomandi eru því 227.956 krónur.
Enn verr kemur þetta samt út fyrir þá sem fá ellilífeyri en á engan lífeyrissjóð, því sá sem á maka og býr með honum fær aðeins 227.883 krónur brúttó og greiðir af því 32.693 krónur í skatta og fær útborgað 195.190 krónur á mánuði.
Maður hlýtur alvarlega að spyrja að því hverjir það voru sem reiknuðu út að þetta mundi borga sig?
Hvernær hafa lygar, fals, svik og mismunun á öryrkjum og öldruðum fært ráðherrum, aðstoðarfólki þeirra, þingmönnum sem samþykkja svona ósvinnu og gera að lögum, fært þeim aukið fylgi frá fólkinu sem þeir ljúga stanslaust að?
Ég ætla að biðja þig sem þetta lest að deila þessum upplýsingum sem hér eru settar fram meðal vina þinna á samfélagsmiðlum því þetta síðasta verk þessarar ríkisstjórnar sem nú er að fara frá sýnir í verki hvað þetta fólk er einstaklega ómerkilegt, lygið og hyskið á allann hátt og fylgjendur Sjálfstæðis og framsóknarflokksins illa gefnir og þröngsýnir að láta alltaf ljúga sig til að kjósa þessa svikara við fólkið í landinu.
Við þurfum nýtt fólk í valdastólana í landinu. Fólk sem er ekki að drukna í spillingu og óheiðarleika því það þarf að koma hlutunum hér í lag og uppræta það þjóðarmein sem spillingin er orðin í stjórnkerfinu í landinu og setja þá sem standa fyrir henni á sakamannabekk og gera þá ábyrga gerða sinna.
Nýja stjórnarskráin sem fólkið í landinu smíðaði saman og samþykkti árið 2012 verður að komast til framkvæmda því þar eru ákvæðin til að taka á spillingu og láta þá sem stunda hana standa skil á verkum sínum og axla ábyrgð.
Nú er það undir þér komið sem þetta lest hvort þú villt áframhaldandi spillingu með því að kjósa fjórflokkana eða hvort þú villt endurræsa ísland og uppræta þá spillingu sem hefur verið landlæg plága á alþingi og í ríkisstjórnarflokkunum síðustu áratugina.
Mundu þó, að því fylgir ábyrgð að kjósa og gerðu það ekki nema að vel ígrunduðu máli þar sem atkvæðið þitt lýsir þínum innri manni. (konu).
Góðar stundir.