Meðal fagfólks er almennt talið að tvö til fjögur prósent karla séu siðblindir og eitt prósent kvenna eða tvö prósent fólksfjöldans í heild. Einnig er uppi tilgáta um að hlutfallið meðal stjórnenda sé enn hærra en þetta.
Engir tveir menn eru eins, heldur ekki siðblindir.
Sum skapgerðareinkenni munu því ekki vera til staðar og þau eru mismunandi áberandi í hverjum og einum. Loks er áríðandi að muna að það sem skilur siðblinda frá venjulegu fólki snýst kannski frekar um magn en gæði, sem sé; einkenni um siðblindu er einnig að finna í öllu öðru fólki, bara í miklu minna mæli.
Þótt einhver verði uppvís að lygi, eða hafi stórt skap, þýðir það ekki að viðkomandi sé siðblindur. Það þarf að vera um að ræða viðvarandi skapgerðareinkenni árum saman og í miklum mæli.
Tilgangurinn með þessari könnun er ekki að fólk noti það til þess að greina aðra. Látum fagfólkið um það.
Með því að skilja þessa siðblindueiginleika getum við þó verið skarpskyggnari á það fólk sem er í kringum okkur og betur áttað okkur heiðarleika þess og siðferði.
Þessi könnun sem hér fer á eftir er því meira til að sjá hvaða augum fólk lítur á ráðherra þá er sitja í ríkisstjórn Íslands miðað við þær forsendur sem eftirfarandi tafla gefur upp.
Því er gott að hafa hana til hliðsjónar þegar þegar fólk gefur ráðherrunum stig í könnuninni.
10 EINKENNI SIÐBLINDINGJA:
- Skortur á samvisku
- Sök skellt á aðra
- Mögnuð sjálfsmynd
- Hvatvísi
- Smeðjulegur sjarmi
- Skortur á hluttekningu
- Auðvelt með að ljúga
- Yfirborðskenndar tilfinningar
- Léleg sjálfsstjórn
- Ráðskast með fólk
Þú getur notað prófið til þess að skilja fólkið í kringum þig betur – ekki til þess að stimpla aðra sem siðblinda.
- Telurðu skorta á sektarkennd eða iðrun viðkomandi ráðherra þegar hann skaðar aðra?
- Forðast ráðherran að taka ábyrgð á gjörðum sínum?
- Er sjálfsmynd ráðherrans stórlega ofmetin?
- Er ráðherran vel máli farinn og yfirborðslega hrífandi?
- Er ráðherran tilfinningakaldur og skortir hluttekningu?
- Er ráðherran sjúklega lyginn?
- Er ráðherran með uppgerðaryfirborð?
- Er ráðherran svindlari eða meistari í að ráðskast með fólk?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Forsætis og dómsmálaráðhera.
[pollone id=“4″]
Bjarni Benediktsson, Fjármálaráðherra.
[pollone id=“5″]
Kristján Þór Júlíusson, Heilbrigðisráðherra.
[pollone id=“6″]
Illugi Gunnarsson, Mennta og menningarmálaráðherra.
[pollone id=“7″]
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar og viðskiptaráðherra.
[pollone id=“8″]
Eygló Harðardóttur, Félags og húsnæðismálaráðherra.
[pollone id=“9″]
Sigurður Ingi Jóhannsson, Sjávarútvegs, landbúnaðar og umhverfisráðherra.
[pollone id=“10″]
Gunnar Bragi Sveinsson, Utanríkisráðherra.
[pollone id=“11″]
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra.
[pollone id=“12″]
Niðurstöður:
1 – 4 stig: Vertu svekktur.
5 – 7 stig: Vertu varkár.
8 – 12 stig: Vertu hræddur.
13 – 16 stig: Vertu skelfingu lostinn.
Stolið, stælt og stílfært frá miðjan.is