Titillinn segir í raun allt sem segja þarf en af hverju er það svo, að þingmenn eða þeir sem bjóða sig fram til þings njóta ekki lengur trausts almennings? Aðdragandinn er langur eða í rúm 20 ár ef nánar er skoðað því þá komst til valda maður að nafni Davíð Oddson og var valdatími hans sem forsætisráðherra varðaður minnismerkjum sem eiga lítt skilt við heiðarleika, trúnað eða heilindi við fólkið í landinu. Stjórn Sjálfstæðisflokksins ásamt Framsókn er vörðuð spillingu, lygum og almennt öllu því sem hægt er að telja upp sem lesti á mannskepnunni ásamt siðferðilegum brestum þingmanna og ráðherra flokkana sem voru hættir að vinna fyrir almenning en voru góðir í að hygla sínum vinum bæði ljóst og leynt og ætti öllum að vera í fersku minni hvernig komið var fyrir landinu fyrir fjórum árum síðan þegar engu mátti muna að Ísland yrði lýst gjaldþrota.
En hver var aðdragandinn að svona fór?
Eftirfarandi efni er fengið af Wikipedia og tenglar vísa þangað.
Eftir kosningarnar 1991 myndaði Davíð á stuttum tíma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem hefur verið kölluð „Viðeyjarstjórnin“. Varð Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, utanríkisráðherra. Stjórnin kvaðst berjast við mikinn „fortíðarvanda“, sem fælist í hallarekstri á ríkissjóði, tómum sjóðum vegna misheppnaðra fjárfestinga í fiskeldi og loðdýrarækt og hættu á verðbólgu. Með aðhaldi í fjármálum og peningamálum tókst að halda verðbólgu í skefjum, en það auðveldaði stjórninni leikinn, að aðilar vinnumarkaðarins höfðu gert svonefnda „þjóðarsátt“ árið 1990 um hóflegar launahækkanir. Einnig voru ýmsir opinberir sjóðir lagðir niður, svo sem Framkvæmdasjóður,Hlutafjársjóður og Atvinnutryggingarsjóður og strangar reglur settar um Byggðasjóð. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar að ráði þeirra Davíðs og Jóns Baldvins var að viðurkenna á nýsjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, eftir hrun Sovétríkjanna, og varð Ísland fyrst ríkja til þess að gera.
Halla í rekstri ríkisins var á nokkrum árum snúið í afgang, sem síðan var notaður til að lækka skuldir. Aðstöðugjald var fellt niður og tekjuskattur fyrirtækja lækkaður úr 50% í 30% í því skyni að skapa atvinnulífinu betri skilyrði, en vegna minnkandi afla á Íslandsmiðum og óhagstæðrar verðlagsþróunar á alþjóðavettvangi var nokkurt atvinnuleysi fyrstu ár hinnar nýju stjórnar. Atvinnulífið opnaðist einnig verulega, þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994. Í sjávarútvegi var kvótakerfið svonefnda — kerfi varanlegra og framseljanlegra aflakvóta — fest í sessi með margvíslegri löggjöf. Nokkur ágreiningur var þó milli stjórnarflokkanna, því að Alþýðuflokkurinn vildi taka uppauðlindagjald eða sölu veiðileyfa, en Davíð taldi, að það myndi raska rekstri útgerðarfyrirtækja um of. Jafnframt hóf ríkisstjórnin sölu ríkisfyrirtækja eða „einkavæðingu“. Alþýðuflokkurinn vildi þó ekki samþykkja sölu viðskiptabankanna tveggja í ríkiseigu.
Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995-2004
George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004Alþýðuflokkurinn hafði klofnað 1994, þegar Jóhanna Sigurðardóttir gekk úr honum og stofnaði Þjóðvaka. Ríkisstjórnin hélt þó meiri hluta sínum í kosningunum 1995, en aðeins með einu atkvæði. Davíð myndaði því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks ogFramsóknarflokks, og varð Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, utanríkisráðherra.[15][16] Davíð sagði á blaðamannafundi sumarið 1995, að kreppu síðustu ára væri lokið og góðæri tekið við. Við tók mikill vöxtur í atvinnulífinu næstu ár. Einnig voru tveir ríkisbankar seldir, Búnaðarbankinn og Landsbankinn, og mörg önnur opinber fyrirtæki. Sala bankanna sætti nokkurri gagnrýni, aðallega vegna þess að kaupendur Búnaðarbankans voru taldir tengjast Framsóknarflokknum, en ríkisendurskoðandi komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri skýrslu, að ekkert hefði verið athugavert við hana. Davíð Oddsson gaf út smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar 1997, en þegar hann varð fimmtugur 1998, kom út mikið afmælisrit eftir fjölda manns, helgað honum. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum 1999, þótt hann hefði haft stjórnarforystu í átta ár. Davíð gaf út annað smásagnasafn 2002, Stolið frá höfundi stafrófsins.
Samskipti Davíðs og ýmissa frammámanna úr viðskiptalífinu hafa oft verið stirð. Þar má nefna Jón Ólafsson, sem oft er kenndur við Skífuna, og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra stjórnendur Baugs, en Jónarnir hafa báðir sakað Sjálfstæðisflokkinn um óeðlileg afskipti af fyrirtækjum sínum. Davíð hefur á móti látið í ljós áhyggjur af fákeppni á matvörumarkaði, þar sem Baugur hefur stóra hlutdeild, og einnig vegna eignarhalds sama fyrirtækis í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins (sem nú heitir Dagsbrún hf.). Í kosningunum vorið 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn talsverðu fylgi. Þrátt fyrir það hélt ríkisstjórnin þingmeirihluta sínum, og sömdu stjórnarflokkarnir um að halda samstarfi sínu áfram, og tæki Halldór Ásgrímsson við stöðu forsætisráðherra eftir eitt og hálft ár. Var ákveðið að ráðast í frekari skattalækkanir. Tekjuskattur fyrirtækja var lækkaður í 18%, eignarskattur var felldur niður og erfðaskattur stórlega lækkaður. Tekjuskattur einstaklinga var einnig lækkaður.
Davíð beitti sér vorið 2004 fyrir frumvarpi, sem setti hömlur við eignarhaldi stórfyrirtækja á fjölmiðlum og samþjöppun eignarhalds. Fjölmiðlafrumvarpið svonefnda var mjög umdeilt, enda blasti við að það myndi aðallega bitna á Norðurljósum hf. (nú Dagsbrún hf.), fjölmiðlafyrirtæki sem var að stórum hluta í eigu Baugsfeðga. Frumvarpið var samþykkt eftir talsverðar breytingar sumarið 2004. En forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði frumvarpinu staðfestingar og var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að forseti synjaði frumvarpi frá Alþingi staðfestingar. Davíð gagnrýndi þá ákvörðun bæði vegna persónulegra tengsla forsetans við Baug og einnig vegna þess að stjórnarskrárákvæðið sem hann beitti væri í raun óvirkt þar sem lög hafa aldrei verið sett um hvernig framkvæma eigi þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem mælt er fyrir um í því. Eftir nokkurt þóf samþykkti Alþingi að taka frumvarpið aftur, og varð því ekki úr þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Skömmu eftir þessar málalyktir greindist Davíð með krabbamein í nýrum og hálsi, en hann náði fullum bata og tók við stöðu utanríkisráðherra haustið 2004.
Þáttur Davíðs í bankahruninu
Davíð var afar áberandi þegar efnahagskreppa reið yfir Ísland um haustið 2008. Hann kom sem seðlabankastjóri að umdeildum samningum við stjórnendur Glitnis um kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum, sem ríkisstjórn Íslands samþykkti, eftir að bankinn leitaði til seðlabankans um lán til þrautavara.
Þann 7. október 2008 kom Davíð fram í viðtali í Kastljósi RÚV. Þar kom fram að hann teldi íslensku krónuna eiga góða möguleika á að rétta úr kútnum í þeim ólgusjó sem hún væri í um þær mundir. Hann talaði um þá sem hann kallaði „óreiðumenn“ sem íslenska ríkið gæti ekki borgað skuldir fyrir. Davíð sagði það gott að eiga góða vini í Rússlandi og sá enga meinbugi á því að taka risalán hjá Rússum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Hann hélt því skýrt fram að íslenska þjóðin myndi ekki borga erlendu skuldir bankanna. Hann taldi mögulegt að skilja að innlendar og erlendar skuldir íslensku bankanna og greiða aðeins 5 til 15 % af erlendu kröfunum, svipað og Bandaríkjamenn hefðu gert þegar bandaríski bankininn Washington Mutual fór í þrot.
Til marks um það traust sem Davíð hefur notið, má nefna að hann var sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar sögðust treysta best til þess að leiða sig út úr kreppunni í könnunsem Viðskiptablaðið lét gera fyrir sig í október 2009, rúmu ári eftir hrunið.[17]
Til marks um öndverð sjónarmið má nefna að tímaritið Times nefndi Davíð á lista yfir 25 einstaklinga á alþjóðavettvangi sem bera mesta ábyrgð á efnahagshruninu.[18]
Óhætt er að segja að með sjarma og góðri framkomu tókst Davíð að komast til valda á sínum tíma en þegar frá leið fór hann að sýna sitt rétta andlit út á við.
Hann neitaði td að koma í viðtöl nema um drottningarviðtöl væri að ræða og gekk jafnvel svo langt, að neita að mæta ef hann yrði spurður út í sum störf ríkisstjórnarinnar.
Hótanir gagnvart ríkisstofnunum sem ekki fóru alfarið að hans vilja og jafnvel fjársvelti þær eða lagði niður kæmu ekki niðurstöður sem pössuðu hans málstað.
En nóg af Davíð enda hans þáttur orðinn langur og leiðinlegur en samt nauðsinlegur til að fá sýn á það sem greinin fjallar um en það er traust almennings á stjórnmálamönnum því þegar þetta er skoðað sem upp er talið hér að ofan, þá sést líka glöggt, að hvatinn að lygum, svikum og óheilindum stjórnmálamanna byrjar fyrst af einhverri alvöru þegar Davíð er kominn til valda og búinn að tryggja sig í sessi.
Því miður tókst honum að koma þessum eiginleikum inn hjá ansi mörgum stjórnmálamönnum í öllum flokkum. Sannleikurinn, heiðarleikinn og trúnaðurinn við almennning í landinu er löngu brostinn og sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekkert gert til að reyna að vinna trúnað eða traust þjóðarinnar og enn síður að reynt að öðlast virðingu hennar og þar kemur tvennt til.
í fyrsta lagi var kjörorðið „Allt upp á borðið“ brotið strax fyrstu vikuna eftir að ný stjórn tók við fyrir rúmum þremur árum síðan og síðan sá gengdarlausi niðurskurður á velferðarkerfinu, skattheimta á þá sem minnst mega sín meðan útrásarvíkingar Davíðs og hans klíku sluppu nánast óskaddaðir frá hruninu fyrir utan klapp frá Sérstökum saksóknara og stjórnvöldum á bakið ásamt þeim orðum að gera þetta ekki aftur.
Í annan stað svikin við heimilin í landinu sem var lofað hjálp en allt var svikið. Síðustu svikin sem ekki má ræða upphátt er svo það loforð stjórnarflokkana að taka til baka þá lækkunn sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa orðið að þola, en flestir þeir sem eru á lífeyri ná ekki endum saman lengur yfir mánuðinn. Skerðingar sem þessir hópar verða einnig fyrir vegna annara tekna eru langt út úr öllu því sem skynsamlegt getur talist og í raun ætti að skikka alla þingmenn og ráðherra til að lifa í amk 3 mánuði á þeim tekjum sem þeir skaffa þessu fólki og ekki krónu þar fram yfir. Í raun ætti að ganga svo langt, að frysta reikninga þessa fólks í 3 mánuði, neyða það til að finna sér leiguhúsnæði og búa þar í 3 mán með aðeins 170 þús í vasann á því tímabili. Ég er anskoti hræddur um að afstaða þeirra mundi snarlega breytast þegar þeir væru búnir að prófa þetta á eigin skinni.
En lygar þingmanna og ráðherra hafa gert það að verkum að fólk trúir þeim ekki lengur og ber ekki snefil af virðingu fyrir þeim.
Sjálfstæðismenn lifa enn í þeirri trú sem þeim var innrætt af Nasistaflokki Hitlers á sínum tíma, Segðu sömu lygina nógu oft og nógu hátt því þá trúir almenningur því, og því starfa þeir enn í þeim anda.
Það væri hægt að skrifa 100 þúsund blaðsíður um þetta efni án þess að tæma pokann en það er kominn tími til að láta þessu lokið hér og nú.
EF alþingi og stjórnvöld vilja endurheimta traust almennings og virðingu, þá verða þeir að fara að vinna í þágu almennings en ekki móti honum eins og þeir hafa gert til þessa.
VIRÐING ER ÁUNNIN EN EKKI ÁSKÖPUÐ!