Það er algerlega deginum ljósara að Ísland er ekki lýðræðisríki meðan fámennar valdaklíkur sem eru sérvaldar til að stjórna landinu fá að vaða uppi og setja sín eigin lög sem oftar en ekki eru á skjön við öll norm. Valdaklíkur sem sérvelja á lista sína fólk sem oftar en ekki er tengt fyrirtækjum sem hafa gífurlega sérhagsmuni að verja eins og má svo greinilega sjá í núverandi kosningabaráttu.
Aðeins einn flokkur sker sig úr þegar kemur að því að vilja færa valdið frá stjórnmálamönnum yfir til almennings í landinu þannig að fólkið fái að hafa áhrif á þær ákvarðannir sem teknar eru á alþingi. Réttur sem fólkið í landinu á að hafa á sinni hendi en ekki einhverjar valdaklíkur eins og staðan er í dag.
Þegar þú kjósandi góður stendur í kjörklefnum og setur krossinn í þann reit sem þú telur vera réttann, ertu þá að hugsa um hvað landinu og þjóð þinni er fyrir bestu eða ætlar þú að styðja við valdaklíkur sem hafa það að markmiði að láta þjóðina blæða fyrir fáa sérútvalda einkavini þessara valdaklíka?
Hugsaðu þig vandlega um hvort þú gefur atkvæði þitt til lýðræðis eða til hafta og leyndarhyggju.
Á laugardaginn þurfum við að taka meðvitaða ákvörðun um hvort við ætlum að kjósa afturhaldsöfl á þing eða upplýsingar og frelsi fyrir næstu fjögur ár. Við berum öll ábyrgð á því sem við gerum í kjörklefanum og við eigum að taka meðvitaða ákvörðun þar sem við afneitum lygum og skrumi í loforðaflaumi framboðana. Við eigum að kynna okkur sannleikann í hverju máli og láta skynsemina ráða för en ekki upphrópanir og feitletranir valdaklíka sem hafa það eitt að markmiði að koma sér og sínum til valda svo þeir síðan geti hyglað sínum vinum í skjóli vafasamra lagasetninga eins hér tíðkaðist frá árinu 1999 til 2007. Við viljum ekki annað efnahagshrun eins og hér varð 2008.
Píratapartíið er eina framboðið sem hefur það á stefnuskrá sinni að uppræta spillingu og opna stjórnkerfið þannig að fólk geti alltaf fylgst með því sem er í gangi á hverjum tíma á þinginu og haft áhrif á og komið með hugmyndir að lögum og lagasetningum sem yrðu til að bæta hag allra landsmanna.
Píratapartíið hefur á stefnu sinni að koma auðlindum sem nú eru í fárra eigu aftur í eigu þjóðarinnar. Auðlindir sem valdaklíkurnar rændu af þjóðinni og færðu í hendur fáum útvöldum.
Píratapartíið hefur á stefnu sinni að koma lögbanni á nauðungarsölur og gjaldþrota heimili meðan einhver vafir er á því að slíkar nauðungarsölur standist ekki lög og landslög segja núna að neytandinn skuli njóta vafans þó ekki sé farið eftir þeim. Það er gengið erinda banka og fjármagnsstofnanna með ákaflega vafasömum hætti og jafnvel ólöglega enn þann dag í dag og fólk borið út af heimilum sínum.
Kæri kjósandi.
Hugsaðu þig vel um og kynntu þér stefnumál Píratana áður en þú tekur ákvörðun í kjörklefanum. Það verður ekki aftur snúið ef hrunflokkarnir komast til valda því þá er leiðin aðeins ein. Lóðbeint niður og ríkisgjaldþrot innan fárra ára.
Valdið er í okkar eigin höndum og ábyrgðin einnig.