Meðan öldruðum og öryrkjum er gert að lifa af 160 til 180 þúsund krónum útborgað á mánuði og eru sviknir hvað eftir annað um lögbundnar hækkunnir á lífeyri sínum hækkar kjaradómur laun ráðamanna og opinberra starfsmanna um 9,3% afturvirkt til fyrsta mars á þessu ári.
Það þýðir um 60 þúsund krónur í hækkunn fyrir almennan þingmann á mánuði og þar sem þetta nær níu mánuði aftur í tíman þýðir það að þeir fá eingreiðslu upp á 540. þúsund í „jólabónus“ meðan aldraðir og öryrkjar fá einhverja skitna þúsundkalla en enga lögbundna hækkunn á sín „laun“.
Samfélagsmiðlar hafa logað síðan fréttir af þessu voru birtar og fólk er reitt og þreytt á því óréttlæti og þeim svikum sem þessir þjóðfélagshópar hafa verið beittir enda er það ekki bara brot á lögum um almannatryggingar, 69. grein, [Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.] sem hafa verið brotnar hvað eftir annað.
Samkvæmt þessum lögum áttu aldraðir og öryrkjar að fá sömu hækkunn og í þeim samningum sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði í vor og fá þá hækkunn afturvirkt til 1. maí á þessu ári en sú svikastjórn sem situr við völd í landinu hikar samt sem áður ekki við að brjóta lög á þessum þjóðfélagshópum með fullum stuðningi stjórnarandstöðuflokkana þó svo einstaka hjáróma mjálm heyrist í einstaka þingmönnum þeirra þegar þessi mál ber á góma.
Þetta líka mannréttindabrot og brot á 76. grein stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins sem ráðamenn þjóðarinar ásamt alþingi brýtur á því fólki sem neyðist til að byggja afkomu sína á bótum almannatrygginga sem eru langt undir þeim framfærsluviðmiðum sem reiknuð hafa verið út fyrir afkomu fólks.
Það sem er þó sorglegast í öllu þessu er þó aðgerðarleysi almennings, öryrkja og aldraðra sem sitja hver í sínu horni, tuðandi og nöldrandi en þeir sem standa upp og hvetja þá um að gera eitthvað róttækt í þessum málum eru umsvifalaust skotnir í kaf og úthrópaðir af einstaklingum innan þessara hópa því þar er hver höndin upp á móti annari og samtakamátturinn er nákvæmlega enginn því þar keppist hver um annan þveran að rakka þá niður sem vilja gera eitthvað róttækt í þessum málum.
Það verður því tilhlökkunarefni þegar líður að næstu kosningum að taka saman öll svikin og hvernig almenningur var hafður að algjörum fíflum fyrir síðustu kosningar og bera verk þessarar ríkisstjórnar upp á þá, sjá þá þræta fyrir lygarnar og svikin og reyna að ljúga sig í stjórn á ný í komandi kosningum.
Enn meiri verður þó spennan að sjá hvort kjósendur láti þessa lygara og svikara hafa sig að fíflum enn og aftur því ef svo reynist, þá er þessari þjóð ekki viðbjargandi vegna heimsku og trúgirni.
2 thoughts on “Svelta öryrkja og aldraða meðan ráðamenn fá feitann tékka níu mánuði aftur í tíman”
Comments are closed.