Lengi má manninn reyna og þegar svo er komið að þjóðkjörnir fulltrúar hækka um hundruði þúsunda í launum meðan öryrkjar og aldraðir fá einhverja örfáa þúsundkalla og það réttlætt af stjórnvöldum með þeim útskýringum að prósentuhlutfallið sé í hæðstu hæðum og að aldrei hafi verið eins vel gert við þessa þjóðfélagshópa, þá langar mann hreinlega að fara út og berja þetta gjörsamlega siðblinda lið.
Þegar svo er horft á hlutina í samhengi og þessar prósentur settar í krónur og aura þá blasa staðreyndirnar við og blekkingin verður hverjum manni ljós sem vill það sjá. Þetta hafa stjórnvöld notað sér og misnotað hvað eftir annað í umfjöllunum sínum í málefnum öryrkja og aldraðra þegar þeir segja frá því hvað mörgum krónum hefur verið bætt í málaflokk almannatrygginga en segja svo frá því hvað þessir hópar hafa hækkað í prósentum. Svona óheiðarleiki, lygar og blekkingar hefur almenningur þurft að horfa upp á árum saman og fjölmiðlar matreiða þessar blekkingar síðan ofan í almenning eins og það sé bara sjálfsagður hlutur.
Þetta þarf að stoppa.
Vilhjálmur Birgisson tekur þetta upp á sinni fésbókarsiðu og reiknar þetta út og skrifar um það á mannamáli hvernig blekkingarnar og lygarnar frá stjórnvöldum, með aðstoð fjölmiðla eru matreiddar ofan í almenning sem kokgleypir svo lygarnar og blekkingarnar og telur sjálfum sér trú um að allt sé þetta satt og rétt og í raun hafi þau það bara helvíti gott þrátt fyrir að vera í tveim til þrem vinnum og ná samt ekki endum saman út mánuðinn.
Fólk virðist vilja lifa í sjálfsblekkingum og lygum í þessu landi.
Það er alveg á hreinu að þetta er þróun sem þarf að uppræta hið snarasta og það gerist ekki nema fólkið í landinu standi saman að því. Hætti að hugsa sem svo að þetta skipti ekki máli því það sjálft hafi það alveg ágætt sjálft og skítt með alla aðra.
Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem einkennir íslendinga fram yfir aðra. Meðan ég hef það fínt þá er mér alveg sama um alla aðra.
Óþolandi hugsunarháttur sem sýnir og sannar að viðkomandi hefur enga samkennd með öðrum og vill ekkert á sig leggja til að bæta kjör þeirra verst settu í landinu.
Því miður þekki ég svona fólk og ég meira að segja á skyldmenni sem hugsa svona og segja það upphátt beint framan í smettið á mér.
Ég skrifaði í stöðufærslu á fésinu í morgunn að ég væri búinn að fá nóg af þessu þjóðfélagi og því ástandi sem maður er kominn í enda sér maður bara skuldirnar hækka og vanskilin líka í heimabankanum af því maður hefur aldrei efni á að borga alla reikninga eða kröfur um mánaðarmótin og þannig er þetta búið að vera í mörg ár og fer bara versnandi.
Hvað getur maður svo sem gert?
Reynt að verða sér úti um svarta vinnu til að reyna að borga þetta upp?
Margir gera það og ég skil það fólk vel sem það gerir því það er bara að reyna að komast af eins og allir aðrir.
Stjórnvöld sjálf kynda undir svartri atvinnustarfsemi og vændi með því að halda öldruðum og öryrkjum langt undir viðmiðunarmörkum framfærslu og mér persónulega dettur ekki til hugar að tilkynna um það fólk sem ég veit um að stundar að vinna svart því þetta er í öllum tilfellum fjölskyldufólk sem þyrfti að svelta bæði sjálft sig og börnin sín ef það ætti að reyna að lifa af á framfærslu ríkisins.
Þetta er ógeðslegt þjóðfélag og hefur verið það í ótalda áratugi og fer bara versnandi.
Næst ætla ég að skrifa um kjör sjómanna sem hafa verið samningslausir í sex ár og eru neyddir til í samningum að greiða olíukostnað skipana sem þeir eru á, kvótakaup og nýsmíðar á skipum sem útgerðirnar eru að kaupa ásamt ýmsu fleiru sem að þeim snýr.
Sjómannasambandið er ónýtt batterý sem vinnur með útgerðunum en ekki fyrir umbjóðendur sína sem eru sjómenn.
Er það kanski raunin að það þurfi blóðuga byltingu á íslandi áður en eitthvað breytist?
Að fólk vopnist og ráðist hreinlega á auðmenn, útgerðarmenn og þá sem verja auðvaldið?
Maður spyr sig.
1 thought on “Prósentublekkingar frá helvíti, (stjórnvöldum) hafa aukið á misskiptinguna í landinu”
Comments are closed.