Í gær hélt Öryrkjabandalag Íslands opinn fund á Grandhótel í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu lífeyrisþega í landinu og hvernig þeir hafa setið eftir varðandi kjarabætur frá því efnahagshrunið varð hér árið 2008.
Ég hef ekki haft mikið álit á ÖBÍ undanfarin misseri en eftir fundinn í gær hefur álit mitt stóraukist því sú vinna sem hefur verið lögð í það efni sem fjallað var um á fundinum er svo ítarlegt og vel unnið að maður fær nýja trú á heiðarleika þess fólks sem þarna kynnti efnið og þær tölur sem standa upp þegar málin eru krufin algjörlega niður í kjölinn og í staðin fyrir prósentureikninga eru dæmin sett upp í beinhörðum krónum til að sýna og sanna hvernig stjórnvöld og Samtök Atvinnulífsins nota prósentuútreikninga til að blekkja almenning og heimska blaða og fréttamenn sem éta lygarnar, blekkingarnar og svikin úr ráðamönnum þjóðarinar hráar og slengja því svo framan í almenning sem heilögum sannleika til að ala á fordómum gagnvart öryrkjum í þjóðfélaginu.
LESTU EINNIG: Prósentureikningar launa notaðir til að blekkja almenning
Nú er það undir okkur sjálfum komið sem viljum heiðarleika og sanngirni í umræður um málefni lífeyrisþega, aldraðra og öryrkja, að taka af skarið og tala alfarið í krónum og aurum um staðreyndirnar og hætta hlusta á þetta prósentukjaftæði sem eingöngu eru notaðar í blekkingarskyni af illa innrættum og siðblindum stjórnmálamönnum og taglhnýtingum þeirra til að afvegleiða fólk og slá ryki í augu þess til þess að fela sannleikann til komast upp með lygar og blekkingar til að upphefja sjálfa sig.
En aftur að fundinum í gær og því sem þar kom fram.
Ellen Calmon, formaður ÖBÍ flutti erindi þar sem farið var í gegnum kjör öryrkja og aldraðra síðustu árin og í þeim gögnum sem hún birti erindinu má glöggt sjá hvernig öryrkjar og aldraðir hafa setið eftir þegar kjör almennings hafa verið lagfærð og hvernig ójöfnuður hefur stöðugt aukist frá hruninu 2008.
Því miður hafa þau gögn ekki verið sett inn á síðu ÖBÍ enn sem komið er en ég vonast til að fá þau í hendur fljótlega til að fólk geti áttaða sig almennilega á því brjálæði sem það er að ætla öryrkjum og öldruðum að lifa af á þeim tekjum sem eru langt undir viðmiðunarmörkum Velferðarráðuneytisins.
Mér skilst að öll gögn verði komin inn á vef ÖBÍ eftir helgina og þá mun ég skrifa mun ítarlegri pistil um hann.
Allir þingmenn og ráðherrar fengu boð um að mæta á þennan fund en aðeins þrír sáu sér fært að koma og kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir það, en enginn af þingmönnum Pírata lét sjá sig og verð ég að segja að ég missti mikið álit á þeim fyrir vikið.
Aðeins ein fréttastöð sýndi frá fundinum í fréttatíma sínum í gærkvöldi og það var Stöð 2 sem þar var með nokkuð góða frétt og vel unna frá fundinum en fréttastöð „allra“ landsmanna, Rúv lét ekki sjá sig og fjallaði ekkert um málið í sínum fréttatímum.
Hafi þeir skömm fyrir þjónkunina og hræðsluna við ríkisstjórnina.
Ég mun síðan í næstu viku taka saman mun stærri pistil um fundinn og þá væntanlega birta upplýsingar sem ekki eru til staðar í augnablikinu en voru kynntar á fundinum.
1 thought on “Ójöfnuður eykst gífurlega – prósentur notaðar til að blekkja heimskingjana”
Comments are closed.