Þeir hafa verið duglegir það sem af er kjörtímabilinu margir hverjir sem kusu Sjálfstæðis og Framsóknarflokk yfir okkur, að dásama verk núverandi stjórnar í bak og fyrir en lítið heyrist úr þeim herbúðum núna eftir að fjárlagafurmvarpið var kynnt fyrir alþjóð.
Maður er eiginlega agndofa yfir því að þeir séu ekki dansandi á togum og götum af gleði yfir því hvílík dásemd þetta fjárlagafrumvarp er því þarna kristallast hugmyndafræði frjálshyggjunar alveg í hvínandi botn og ætti því að vera tilefni fyrir kjósendur þessara flokka að fagna árangrinum.
Niðurstaðan er nefnilega sú þegar búið er að renna í gegnum frumvarpið, að það skal, eins og við var að búast, lækka tolla og álögur á varning sem almúginn getur ekki veitt sér svo hinir efnameiri þurfi nú ekki að borga of mikið fyrir lúxusvörunar.
Lækka skal sykurskattinn og þar með lækka matvörur og drykki sem eru okkur hvað óhollustar.
Auðlegðaskatturinn lagður af svo þar verður ríkið af 10 þúsund miljónum í skattatekjur.
En á móti kemur að hækka skal matarskattinn á nauðsynjavörum og hollustu.
Lyf og lækniskostnaður skal hækkaður.
Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári eða 3.500 kr á mánuði.
Allt þetta ætti að vera einstakt gleðiefni fyrir kjósendur stjórnarflokkana og maður er því alveg rasandi bit á því að þeir skuli ekki fagna eins og „djöfulóðir“ á samfélagsmiðlunum.
Spurning hvort þetta verður til að þess að sjálfsmorðstíðnin fer yfir 50 einstaklinga á ári þegar fólk fær svona skít frá stjórnvöldum beint í andlitið?
Öryrkjum att fram af sjálfsmorðsbrúninni
Þunglyndi, sjálfsmorðstíðni, orsök og afleiðing.