Í kosningum um hetju ársins hjá DV gerðist það undarlega og ótrúlega, að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hefur verið valin Hetja ársins 2012 af lesendum DV.
Eitthvað er nú samt málum blandið við þessa kostningu, því þegar undirritaður kaus fyrir nokkrum dögum var ákveðið að gera smá tilraun. Hún fólst í því að fara aftur og aftur inn í kosninguna og velja sama aðilan nokkrum sinnum. Það virðist hafa heppnast því það kom engin melding um að viðkomandi hefði verið kosin áður úr sömu tölvu með sömu IP tölu eða neitt í þá veruna. Því verður að líta á þessa kosningu sem verulega illa gerða og illa skipulagða því þegar nánar er skoðað í þessu vali kemur í ljós, að á síðustu metrunum sem lesendur fengu að kjósa fékk Hildur hátt í sex þúsund atkvæði sem dugðu henni til sigurs.
En hvaðan koma allt í einu sex þúsund atkvæði og hvaða hetjudáð framdi Hildur?
Er það hetjudáð að blogga um hafa byrjað á túr í strætó og pósta inn mynd af blóðugum plastpoka?
Er það hetjudáð að láta henda sér fimm sinnum út af facebook?
Er það hetjudáð að safna saman ummælum fólks og þá eingöngu karlmanna í sérstaka möppu og kalla þá menn sem hata konur?
Er það jafnréttisbarátta hennar sem margir vilja nú frekar kalla forréttindabarátta sem fleytti henni á toppinn?
Það sem eftir stendur þegar fólk hefur svarað þessum spurningum er sú staðreynd að Hildur hefur ekki framið neina hetjudáð.
Hún hefur ekki bjargað mannslífi og ekki lagt lífiði í sölurnar fyrir aðra á nokkurn hátt.
Hún hefur ekki unnið til neinna verðlauna á alþjóðlegum vettvangi.
Hún hefur ekki gert neitt sem gefur tilefni til að veita henni þessa nafnbót og kosningin sem fleytti henni á toppinn er augljóslega fölsuð með einum eða öðrum hætti.
DV hefði átt að sýna sóma sinn í að kanna hvernig sex þúsund atkvæði voru veitt henni til handa á örstuttum tíma rétt áður en kosningu almennings lauk í stað þess að láta þessi úrslit standa því þarna er augljóslega um einhvers konar svindl að ræða.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er ekki hetja ársins með réttu.