Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Hanna Birna innanríkisráðherra fer með ósannindi

Posted on 26. nóvember 2013
Innanríkisráðherra. MYND: RÚV.
Innanríkisráðherra.
MYND: RÚV.

Innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, talar í kvöldfréttum um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál Geirs H. Haarde til „meðferðar“, og það sé til vitnis um viðurkenningu dómstólsins á því að ekki hafi verið staðið með sanngjörnum hætti eða rétt að málshöfðun á hendur ráðherranum fyrrverandi. Hér er allt rangt hjá Hönnu Birnu. Engin viðurkenning af því tagi sem innanríkisráðherra nefnir er til staðar. Auk þess er málið ekki til meðferðar heldur athugunar.  Á því er grundvallarmunur.
Nær öllum málum, sem tekin eru til athugunar hjá dómstólnum er vísað frá en hin eru tekin til meðferðar og síðan dæmt.
Ósvífinn og villandi málflutningur innanríkisráðherra er hluti af viðvarandi viðleitni til að hvítþvo ráðherra hrunstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkinn. Það er vont að svo óheiðarlegur málflutningur berist frá innanríkisráðuneyti, ráðuneyti sem á að veita Mannréttindadómstólnum upplýsingar.
Fréttastofu Rúv ber að upplýsa almenning um þetta mál og leiðrétta rangan málflutning ráðherra.
Einnig væri óskandi að fréttamenn færu nú að spyrja ráðherra hver sé tilgangur þeirra að fara með rangt mál í fjölmiðlum og þar með ljúga hreinlega að fólkinu í landinu.

Frétt Rúv.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme