Það er nema von að maður spyrji sig þessarar spurningar.
Innan ÖBÍ eru 37 aðildarfélög sem hvert og eitt hefur sinna hagsmuna að gæta og þar sem hvert félag vinnur að sínum málum hvert í sínu horni þar sem lítið samráð er um að vinna að heildarhagsmunum allra öryrkja. Framlag ÖBÍ er ekki með þeim hætti að það geti haft yfirsýn yfir allt það starf sem unnið er hjá aðildarfélögunum nema að mjög takmörkuðu leiti. Aðildarfélögin eru svo aftur á móti allt of léleg í því að upplýsa ÖBÍ um gang mála hjá sínum félögum svo gagnlegt megi teljast.
En aðildarfélögin eru ekki allt. Fullt af öryrkjum standa utan við aðildarfélög og eru jafnvel ekki félagar í Öryrkjabandalaginu. Ég er einn af þeim.
Ég veit alla jafna ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað er í gangi eða hvað er að gerast innan ÖBÍ og enn síður hvað er í gangi innan aðildarfélagana.
Upplýsingar eru af skornum skammti og maður þarf að leita út og suður um allt internetið þó stundum dugi það ekki einu sinni til.
Fyrir nokkrum mánuðum var stofnaður hópur á Facebook þar sem öryrkjar kalla eftir aðgerðum. Aðgerðarhópur háttvirtra öryrkja heitir sá hópur og telur í dag um 1583 meðlimi.
Annar hópur, öllu fjölmennari er líka starfandi á Facebook og heitir hann einfaldlega „Hækkum örorkubætur“ og telur hann 2.412 meðlimi þegar þetta er skrifað.
Nú spyr maður sig, Af hverju þarf tvo hópa, (gætu verið fleiri án þess að það hafi nokkuð verið kannað sérstaklega) til að berjast fyrir hagsmunum öryrkja?
Eina skýringin sem ég hef fundið út eftir að hafa þrælað mér aftur á bak og áfram í umræðum hjá þessum hópum er samstöðuleysi, tilgangslaust rifrildi um hluti sem hægt væri að leysa ef vilji væri fyrir hendi og síðast en ekki síst einstrenginsháttur og þráhyggja hjá einstaka aðilum sem hafa talið sjálfum sér trú um að þeir einir séu hæfir til að hafa með höndum stjórn á umræðuefni hópana og það sé þeirra að koma fram fyrir hönd viðkomandi hópa þegar þarf að ræða málefni öryrkja á almennum vettvangi.
Þannig fólk, því miður, er eitthvað það allra versta fólkið sem hægt er að fá í yfirstjórn svona hópa, sérstaklega þegar þarf að koma málum á framfæri, hvernig orðalag og áherslur eiga að vera, því þetta fólk hlustar ekki á nein rök nema sín eigin.
Svo eru það trúðarnir.
Þeir sem standa einn til fimm saman og góla á götuhornum og torgum og kalla sig mómælendur.
Sorgleg eintök sem eru ekki að gera neitt gagn í baráttunni fyrir bættum kjörum öryrkja eða hjálpa málstað þeirra á nokkurn hátt nema síður sé.
Ég veit að þetta hljómar illa og niðurlægjandi og það er það en samt sem áður staðreynd sem verður að tala um. Það er líka staðreynd að ef það á að nást samstaða meðal þeirra sem eru öryrkjar, sama hver örorka þeirra er, þá verðum við fyrst að losna við einræðisherrana sem hrekja þá burt sem eru með góðar tillögur og vilja vinna vel að þeim málum sem þarf að vinna að og við þurfum að losna við trúðana líka. Það mætir enginn, ekki nokkur kjaftur á mótmæli þar sem trúðar í fríkuðum klæðnaði með kúabjöllur, dómaraflautur og hávaðatól eru gargandi, æpandi með hávaða og djöfulgang sem engum tilgangi þjónar. Þetta pirrar einfaldlega fólk og fælir það frá að mæta á slík mótmæli.
Nei. Það sem þarf að gera og á að gera er að koma saman fimm til sjö manna hópi sem getur unnið saman og fundið lausnir og fundað með þeim aðildarfélögum innan ÖBÍ ásamt yfirstjórn ÖBÍ til að vinna saman að SAMEIGINLEGUM HAGSMUNAMÁLUM ALLRA ÖRYRKJA Í LANDINU!
Það er hægt ef vilji er fyrir hendi en verður aldrei gert með fýlu, frekju og einræðistilburðum.
Flóknara er það ekki.