Janus Rein, þingmaður Færeyska Fólkatingsflokkinn, skrifar grein á Vágaportalin í dag þar sem hann fer hörðum orðum um framkomu íslenskra stjórnvalda vegna skipsins Næraberg sem kom til hafnar í Reykjavík með bilaða vél á dögunum.
Janus bendir á í pistli sínum að það sé óþolandi að íslensk stjórnvöld skuli setja samstarfssamning sem er í gangi milli Íslendinga og Færeyinga í uppnám með svo skítlegri framkomu sem þeir hafa haft í frami og segir að réttast væri að láta hart mæta hörðu og segja upp Hoyvíkur sáttmálanum sem hefur verið í gildi milli þjóðana síðan 31. ágúst 2005 en tók gildi 1. nov 2006.
Í sáttmálanum, 1. og 3. grein er fjallað um jafnræði með þjóðunum og að þær myndi eitt efnahagssvæði. Þar er einnig tekið fram að jafnræði ríki um vörur og þjónustu:
1. gr.
Markmið.Markmiðið með þessum samningi er að mynda eitt efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja þar sem mismunun á grundvelli ríkisfangs, staðfestustaðar eða upprunastaðar vöru er bönnuð innan efnislegs gildissviðs þessa samnings.
3. gr.
Efnislegt gildissvið.Ef annað er ekki tekið fram í samningnum tekur hann til:
a) vöruviðskipta;
b) þjónustuviðskipta;
c) frjálsrar farar fólks og búseturéttar;
d) fjármagnsflutninga og fjárfestinga;
e) staðfesturéttar;
f) samkeppni, ríkiseinkasölu, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa;
g) samvinnu á öðrum sviðum, eins og kveðið er á um í 7. gr.
Sáttmálan má finna í heild sinni með því að smella hér.
Jan fjallar um þetta og fleira sem tengist samningnum og segir að oft hafi komið upp tilfelli þar sem staðið hafi yfir stríð milli íslenskra yfirvalda og Færeyinga vegna atriða í samningnum sem íslenskir embættismenn hafi ítrekað hunsað þegar kemur að innflutnigi á vörum frá Færeyjum.
Nú hafi hins vegar steininn tekið úr þegar íslensk yfirvöld neita að þjónusta skipið eða láta það fá vistir og olíu eins og samningurinn kveður á um vegna lagaákvæðis sem sett var á síðastliðið haust vegna veiða Færeyinga úr makrílstofninum við Grænland.
Jan bendir einnig á að um 10 íslensk fiskiskip stundi veiðar á sama stað og Næraberg var við veiðar og úr saman makrílstofninum. Hann bendir á að það séu íslenskir stjórnmálamennn og embættismenn sem standi að reglugerðinni og lagabreytingunni ásamt framfylgni hennar en ekki hinn almenni borgari á Íslandi. Það að framfylgja reglunni með þessum hætti er nánast stríðsyfirlýsing gagnvart Hoyvíkursáttmálanum og alveg spurning hvort það sé ekki tími til að endurskoða hann í ljósi framkomu Íslenskra embættismanna við Færeyskt fiskiskip í neyð.
„Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessu“. Segir Jan.
Aftur ein orrusta
Seinasta dømið er, um eitt føroyskt fiskiskip sum ikki slapp í íslendska havn at fremja tað, sum skip nú einaferð fara í havn at fremja; m.a. taka olju og proviant eins og at landa. Skipið slapp so til endans í havn, men bert tí at tað hevði maskinbrek, og var í eini minni neyðstøðu. Men olju, proviant og landing; nei, ongar veitingar. Hetta hóast at skipið fiskar á júst sama hátt og á sama stað og av somu kvotu, sum eini 10 íslendsk skip gera. Tey í Íslandi krógva seg í løtuni aftanfyri eina íslendska kunngerð. Men mint verður á, at tað altso eru íslendskir politikarar og íslendsk embætisfólk, sum gera íslendsku kunngerðirnar. Í mínum hugaheimi er hetta undir alt lágmark, beinleiðis í stríð við Hoyvíkssáttmálan, og nærum láturligt. Eg veit ikki, um eg skal gráta ella flenna.
Greinina alla má lesa á Vágaportalin, VP.fo
Í ljósi þess sem hefur komið fram, bæði í íslenskum og Færeyskum fjölmiðlum síðustu daga hlýtur maður að spyrja sig þeirrar spurningar hvort íslensk stjórnvöld séu yfirleitt starfi sínu vaxin?
Það líður varla sá dagur að það gerist ekki eitthvað á alþjóðlegum vettvangi sem sýna og sanna að ráðamenn á íslandi eru með öllu ófærir að sinna sínum lagalegu skyldum og valda starfi sínu ekki á nokkurn hátt en gera sig ítrekað að fíflum á alþjóðavettvangi eða fá heilu þjóðirnar upp á móti okkur.
Nýjasta dæmið er þetta með Næraberg og þessar fáránlegu reglugerðir sem enginn hefur farið eftir fyrr en akkúrat núna.
Maður hreinlega spyr sig hversu lágt er hægt að lúta og heimskulega haga sér?
Maður hreinlega skammast sín fyrir þjóðerni sitt vegna svona háttarlags.