Það er með ólíkindum að skoða breytingarnar á kosningalögum sem Steingrimur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur lagt til en í þeim á meðal annars að taka kosningaréttinn af íslenskum ríkisborgurum sem búsettir hafa verið erlendis lengur en í sextán ár.
Ég persónulega hélt að stjórnarskráin verði ríkisborgara landsins fyrir svona gjörningum og þessi lagabreyting væri hreinlega stjórnarskrárbrot svo endilega leiðréttið mig ef það er rangt hjá mér.
Nái þessi breyting í gegn á Alþingi er ljóst að „vinstra“ íhaldið er skíthrætt við íslendinga sem hafa gerst efnahagslegir flóttamenn erlendis því fyrir aldraða sem og öryrkja er óbúandi á þessu skrípaskeri norður í ballarhafi vegna hás verðlags og lágra eftirlauna og bóta almannatrygginga.
Skíthræddir vegna þess að þeir vita að þetta fólk mun aldrei kjósa stjórnmálaflokka sem moka undir auðvaldið en níðast á þeim sem minnst mega sín.
Steingríms verður minnst sem eins versta fasista á alþingi íslendinga þegar sagan dæmir hann.