Þær fréttir hafa borist að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verði stofnaðili að fyrirhuguðum Málsóknarsjóði Gráa hersins var samþykkt með nánast öllum greiddum atkvæðum á aðalfundi félagsins 19. febrúar s.l. Jafnframt var samþykkt að stofnframlag félagsins yrði 500 þúsund krónur. Finnur Birgisson, Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman lögðu fram tillöguna en hún hafði áður hlotið eindreginn stuðning stjórnar félagsins.
Þetta kemur fram á vefnum Lifðu núna og segir Finnur Birgissoneftir fundinn að samþykkt aðalfundarins hefði fyrst og fremst þá þýðingu að nú lægi fyrir ótvíræð yfirlýsing félagsins um að það vildi styðja það í verki að láta reyna á dómstólaleiðina til að fá skerðingunum í lífeyriskerfinu hnekkt.
Í framhaldinu verður leitað eftir því að önnur Félög eldri borgara víðsvegar um landið gerist einnig stofnfélagar í sjóðnum til að tryggja sem víðtækastan stuðning við málið
Nánar má lesa greinina í heild sinni á vef Lifðu núna.
Þá er það bara stóra spurningin, hvenær ætlar ÖBÍ að höfða mál á hendur ríkinu?
Öryrkjar og aðildarfélög innan ÖBÍ þurfa að ýta á eftir því að lagt verði af stað í þann leiðangur áður en stjórnvöldum tekst með því ofbeldi sem þau beita öryrkja í dag að samþykkja starfsgetumatið sem á eftir að verða til bölvunar fyrir öryrkja á íslandi að fenginni reynslu erlendis frá.