Þegar horft var á eldhúsdagsumræðurnar á alþingi í gær kom berlega í ljós hver munurinn á fjórflokkunum og og nýju framboðunum er. Í ræðum þingmanna fjórflokksins heyrði maður og sá að ekkert hafði breyst þegar kom að kosningaloforðum en þó sérstaklega þegar kom að því að rakka niður mótherjana. Allt það sama og við höfum heyrt fyrir síðustu kosningar, þar síðustu kosningar og eins langt aftur og elstu menn muna. Sömu gömlu gildin. Sömu innantómu loforðin og sömu dylgjur stjórnarliða á stjórnarandstöðuna og gagnkvæmt frá stjórnarandstöðunni. Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa passað svo vel upp á að leyna algerlega sínum þætti í aðdraganda hrunsins að þeim tekst með blekkingum að fá almenning til að trúa því að hrunið sé að öllu leiti núverandi stjórnarflokkum að kenna og að það sé af þeirra völdum að fólkið í landinu lifir langt undir hungurmörkum og á hvorki í sig né á. Að það sé núverandi stjórn að kenna að heilbrigðiskerfið sé nánast hrunið og löggæslan í molum.
Það var því hrein ununn að hlusta á formenn nýju framboðana stíga í pontu og benda á hvernig umræðurnar hefðu þróðast síðustu árin á þinginu og hvernig virðingu fólks hefði hrakað fyrir þingmönnum og alþingi og hver ábyrgð þingmanna sjálfra á því ástandi væri. Það væru jú þeir sem uppskæru hvað þeir sáðu og með framkomu sinni og virðingarleysi gagnvart hverjum öðrum og fólkinu í landinu væri lausnin á virðingarleysi almenings fyrir þinginu fundin. Flóknara væri það ekki.
En hver var svo niðurstaða umræðnana?
Jú hvað mig varðar er hún einföld.
Með nýrri kynslóð þingmanna í nýju framboðunum þeim Róbert Marshall, Birgittu Jónsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni, sem klárlega báru höfuð og herðar yfir ræðumenn fjórflokkana, eigum við eftir að sjá nýja umræðuhefð á alþingi. Umræðuhefð sem sýnir virðingu fyrir skoðunum annara en jafnframt málefnalegri umræður án þess að aðalatriðið í umræðunum verði að lítilsvirða skoðannir annara þingmanna og gera lítið úr þeim eins og háttur sumra þingmanna er í dag nánast eingöngu.
Ef hinn almenni kjósandi fer ekki að opna augun og sjá lygarnar og falsið sem gubbast út úr formönnum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna er þeim hreinlega ekki við bjargandi. Kosningaloforð þessara flokka einkennast af upphrópunum sem eru svo innantóm að það bergmálar lengi á eftir þegar þau eru sögð upphátt því það standa engar lausnir á bak við loforðin frá þeim.
Ég rakst á lista sem var tekin saman um kosningaloforð hrunflokkana og ætla með góðfúslegu leyfi að birta hann hérna í þeirri von að fólk átti sig á skruminu og lygunum sem eru til þess eins gerðar að slá ryki í augu fólks og blekkja það.
Mikið gasalega er þetta falleg framtíðasýn!
Eflum löggæsluna – með lækkun skatta.
Eflum hag heilbrigðisstéttanna – með lækkun skatta.
Eflum hag vinnandi stétta – með lækkun skatta.
Eflum hag heimilanna – með lækkun skatta.
Eflum hag heimilanna enn betur – með skattaafslætti vegna afborgana af lánum.
Eflum hag fyrirtækjanna – með lækkun tryggingagjaldsins og skatta.
Eflum menntakerfið – með lækkun skatta.
Eflum hér allt – með lækkun skatta á háu launin.
Eflum hér allt – með með afnámi stimpilgjalda.
Eflum hér allt – með lækkun vörugjalda og afnámi þeirra.
Eflum hér allt – með allskonar.Bara ein spurning:
Hvernig á að efla mikilvægasta sjóð landsmanna, Ríkissjóðinn, þegar búið er að efla allt svona rosalega nema hann?Veit einhver hvernig lygar og lýðskrum lykta eða eru á litinn?
Og ég spyr líka þeirrar spurningar sem hlýtur að brenna á öllum sem láta sig málefni landsins í heild einhverju varða, Hvar á að fá peninga fyrir þessu öllu þegar skuldir ríkissjóðs hlaupa á hundruðum miljarða? Við þessu eiga Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn engin svör og vilja ekki svara þessu en snúa bara út úr þegar þeir eru spurðir.
Er þetta heiðarleg framkoma við kjósendur?
Nei. Þetta kallast að blekkja kjósendur og hafa þá að fíflum.
Þeir sem láta blekkjast af slíkum fagurgala og neita að horfa á staðreyndirnar á bak við svona lýðskrum og lygar eru samsekir um að halda þjóðinni í stefnu sem einkennist af svikum, spillingu, láglaunastefnu, niðurskurði, einkanvinavæðingu og dekri við fjármálastofnannir og auðvaldið meðan almenningur þarf stöðugt að herða sultarólina.
Þessu þarf að breyta og ég persónulega sé breytingarnar hjá tveim af nýju framboðunum til alþingis sem eru Björt framtíð en þó enn frekar hjá Pírataflokknum sem stendur fyrir breytingum sem skipta okkur miklu máli upp á framtíðina. Þeir vilja færa stjórnmálin og umræðuna inn í 21. öldina frá þeirri 19.
Ég skora á kjósendur að sýna einu sinni á æfinni skynsemi og losa sig úr lyga og falsviðjum fjórflokkana og styða við bakið á nýjum framboðum sem vilja jákvæðar breytingar sem eru öllum til góðs. Í því liggur framtíð Íslands.