Það er ljótt að níðast á fólki og það er staðreynd að sumir gera það vísvitandi í skjóli stöðu sinnar og áhrifa.
Ég hef engin áhrif, skrifa bara mínar hugsanir og álit á mönnum og málefnum líðandi stundar til að eiga þegar fram líða stundir og jú, til að minna fólk á að það er hægt að læra af mistökum sínum. Síðan er því misvel tekið.
Kanski kallast það níð sem ég hef skrifað um suma stjórnmálamenn og ræður í því efni oftar en ekki mitt persónulega álit á þeim, því af verkunum skuluð þér þekkja þá, og það geri ég.
Ég skrifaði hér í síðasta pistli um Bjarna Ben og hrokann og heimskuna sem drýpur af honum í sambandi við könnun MMR á dögunum og fólk getur lesið með því að smella á fyrri pistil hérna neðan við þennan pistil, en það er eiturpillan sem hann sendir almenningi í landinu um leið og hann óskaði „skrílnum“, eins og hann kallar almenning alla jafna, til hamingju með daginn í dag, fyrsta maí, baráttudag verkalýðsins, en þar segir hann orðrétt.
Til hamingju allir launþegar með 1. maí.
Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega.“
En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skyldi hann verða?
Þegar ráðherra í Ríkisstjórn lýðræðisríkis skrifar svona, þá veltir maður ósjálfrátt fyrir sér á hvaða greindarstigi hann er.
Svona hagar sér ekki fullorðinn maður sem vill láta taka sig alvarlega. Svona skrif minna mikið frekar á tjáningu óvita sem situr í miðju drullubeðinu í sandkassanum og þeytir skít og drullu í allar áttir í óvitaskap sínum, af því hann veit ekki betur.
Af því hlýtur maður að ráða að þroskastig „lægstvirts“ fjármálaráðherra sé ekki á hærra stigi en barnsins sem áður er minnst á.
Hvað finnst ykkur?