Svona til viðbótar við síðustu færslu um sjálfshólið í Katrínu Jakobsdóttur í dag þegar hún var að ræða málefni öryrkja og aldraðra og hvað þessi ríkisstjórn er nú búin að vera örlát og góð við þessi „grey“, (tónninn orðum hennar sagði þetta) þar sem heilum fjórum milljörðum hefur verið varið í málefni öryrkja, tekjurnar hækkað um 3,6% síðustu áramót, einhver ræfill í lækkun skatta sem skilar kanski 500 kalli í vasan á mánuði og aðrar aðgerðir sem hækka tekjur þesssa hóps um skitinn 15 þúsund kall þegar upp er staðið útborgað.
Hún talar heldur ekkert um það hvað útgjöld heimilis, matvörur, lyf og annað hækkaði um áramótin en það étur upp þessa hækkunn og vel rúmlega það.
Brauðmolakenningin sem íhaldið og nýfrjálshyggjan hefur reynt að telja almenningi trú um að sé besta kerfi í heimi er enn einu sinni fallið um sjálft sig því mér verður helst hugsað til orða sem eignuð eru Marie Antonie þegar hún átti að hafa sagt við almúgann þegar hann átti ekki fyrir brauði; „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“
Nú er staðan þannig hjá fátækasta fólkinu þannig að það bíður enn eftir réttlætinu sem Katrín boðaði fyrir fjórum árum og ekki nóg með það því bætt hefur verið um betur og brauðmolakenningin sem áður er nefnd er orðin að kökumylsnu sem hrynur af alsnægtarborði hægrisins.
Kökumylsnu sem bæði er þurr og fíngerð eins og rykið sem austlægir vindar blása nú yfir Gran Canaria frá vesturströnd Afríku.
Takk Katrín og ríkisstjórnin fyrir minna en ekkert.