Ég er nánast algjörlega hættur að horfa á fréttir eða fréttatengda þætti á RÚV en eftir að ég sá stöðufærslu frá Helgu Völu Helgadóttur í gærkvöldi þar sem hún sagði orðrétt: „Ef þið kæra vinstrafólk efist um að atkvæði greitt VG sé atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum þá mæli ég með lokamínútum í kastljósi kvöldsins. Þar var tekinn af allur vafi.“
Auðvita lagði ég leið mína á vef RÚV og kíkti á Kastljósið til að sjá hvort þetta ætti við rök að styðjast og viti menn, þetta reyndist rétt. Konan sem fyrir síðustu kosningar sagði að það væru illar tungur miðjuflokkana og rógburður þeirra að halda því fram að VG færi í samstarf með íhaldinu eftir kosningarnar.
Í kastljósinu í gær talaði þessi kona síðan um hvað stjórnarsamstarfið hefði verið farsælt á kjörtímabilinu, en það sem var hvað mest sláandi var þegar hún sagðist vona af öllu hjarta að hún fengi að halda áfram í því starfi sem hún hefði verið á þessu kjörtímabili eftir kosningarnar í haust.
Þannig að þið sem þetta lesið getið algjörlega verið örugg um það, að öll atkvæði sem falla Vinstri Grænum í skaut í kosningunum í haust er í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.