Það verður að segjast eins og er að það voru vondar fréttir að vakna upp við þennan jóladagsmorgunn og lesa um að einhver mesti vesalingur og aumingi sem ísland hefur alið skuli hafa í kyrrþey verið „sæmdur“stórkrossinum laugardaginn 13. desember. Stórkross hinnar íslensku fálkaorðu er æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóðhöfðingja.
Þetta æðsta heiðursmerki þjóðarinnar hefur nú verið dregið endanlega niður í skítinn af svínbestinu sem situr í húsbóndastóli á Bessastöðum með því að „sæma“ einhvern mesta lygara, svikara og lýðskrumara sem ísland hefur alið, þessa orðu.
Í DV segir meðal annars.
Fjölmiðlar fengu ekki að vita af athöfninni og þá er ekki vitað hvort hún hafi farið fram á Bessastöðum líkt og venja er. Einu upplýsingarnar um þessa afhendingu er að finna á undirsíðu embættis forseta Íslands á veraldarvefnum en þar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi verið sæmdur stórkrossinum laugardaginn 13. desember.
Þá er enga frétt um afhendinguna að finna á vef embættis forseta Íslands en nýjasta fréttin er frá deginum áður eða 12. desember og fjallar um norska útgáfu Flateyjarbókar. Þrátt fyrir það var önnur orðuafhending sama dag og fréttin um útgáfu Flateyjarbókar var birt eða 12. desember en þá fékk Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, stórriddarakross.
Afhending orðunnar, bæði til Sigmundar Davíðs og Einars Kristins, er hvergi rökstudd.
Samflokksmaður Sigmundar Davíðs er formaður orðunefndarinnar en það er Guðni Ágústsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins.
Geir Haarde fékk orðuna 2006, sama ár og hann varð fyrst forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson hlaut hana árið 2005, ári eftir að hann varð forsætisráðherra. Sigmundur Davíð hefur gegnt stöðu forsætisráðherra í eitt og hálft ár.
Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og eru flestir orðuþegar sæmdir honum. Annað stig er stórriddarakross, þriðja stig stórriddarakross með stjörnu og fjórða stig er stórkross. Æðsta stig fálkaorðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar.
Í umsagnakerfi DV er ljóst að fólki er algerlega misboðið og lætur skoðun sína hiklaust í ljósi auk heldur að deila fréttinni á samfélagsmiðlum með tilheyrandi hneykslan.
Þó er eitt og eitt skrípent sem hefur hvorki þroska, gáfur né vit til að hugsa heila hugsun, hvað heldur þá hálfa, sem opinberar alþjóð heimsku sína.
Ragnar Páll skrifar meðal annara.
Sigmundur Davíð á skilið þann sóma, sem honum hefur verið sýndur, Enginn þingmaður hefur unnið jafn ötullega fyrir íslenska alþýðu á örlagatímum „hrunsins mikla“. Barátta Sigmundar Davíðs fyrir leiðréttingu húsnæðislána almennings er einstök. Hann kom fólkinu til bjargar þegar enginn gerði neitt, eins og dæmin sanna. Til hamingju, Sigmundur Davíð og til hamingju Íslendingar, með sómadreng í sæti Forsætisráðherra.
Í hvaða heimi lifir þessi aumingjans maður?
Enda er honum svarað fullum hálsi.
Gunnar Þórólfsson stígur heldur ekki í vitið og hefur greinilega lítið ef þá nokkuð kynnt sér hvað er í gangi í landinu því hann skrifar.
Vel við hæfi, til hamingju sigmundur, landið á uppleið og kjör batna, ân þessarar ríkisstjórnar væri landið ónýtt með öllu eins og síðasta stjórn reindi
Megin gæfan fylgja okkur öllum á nýju ári
Aðeins þessar tvær umsagnir fundust af rúmlega 80 sem voru komnar þegar lesið var yfir umsagnirnar enda segir það okkur að fólki er algerlega misboðið og öskureitt yfir þessari orðuveitingu.
Það hefur verið talað um að við lifum í skrípalandi en ég er ekki sammála því.
Við lifum í fávitalandi þar sem siðbrenglaðir fábjánar stjórna landinu og forsetinn toppar sjálfann sig í svínaríi.
Ekki furða að hann sé kallaður Óli grís enda sýnir innrætið það að hann er svín.