Það verður ekki af Bjarna Benediktssyni tekið að hann er duglegur að auglýsa hvað hann hatar íslenska alþýðu. Fólkið sem borgar hér skatta og skyldur af tekjum sem eru jafnvel undir fátæktarmörkum.
Á gamlársdag í Kryddsíld Stöðvar 2, tókst honum enn einu sinni að sýna mannfyrirlitningu sína og það hatur sem hann hefur á alþýðunni þegar hann orðrétt sagði að það væri geðveiki að sjá ekki hvað ástandið á íslandi er gott.
„Það þarf náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á,“ sagði Bjarni. „Hvað við búum í öruggu landi, friðsælu landi, lýðræðislegu landi þar sem menn boða til kosninga til þess að hleypa fólki að. Til þess að velja sér leiðtoga þegar ákall kemur um það og rís upp. Land þar sem langlífi er mest í heiminum, kaupmáttur hefur vaxið, allir hafa atvinnu, lífsgæði á nánast hvaða mælikvarða sem er eru há.“
Þessi klausa hér að ofan ætti að fá flesta til að springa úr hlátri því það er svo margt rangt við þetta.
Jú, við búum við ákveðið öryggi og friðsæld en lýðræðislegu? Nei.
Kaupmáttur? Allt að þrisvar til fjórum sinnum lægri en í nágranalöndunum ef maður skoðar hlutina í samhengi.
Innviðir þjóðfélagsins Íslands eru ónýtir. Menntakerfið, heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og allt það sem snýr að ríkinu, meira að segja Háskóli Íslands er í rekstrarerfiðleikum.
Það er allt í ólagi í þessu landi og það sjá allir sem þurfa að nota kerfin, vinna við þau og/eða þjónusta þau.
Það sjá þetta allir og það vita þetta allir og þá kallar Bjarni geðveika?
Ætli Bjarna væri ekki nær að líta í eigin barm og skoða hvar geðveikin raunverulega liggur?
Ég vorkenni Bjarna Ben því siðblinda er ólæknandi en raunverulegur skíthælsháttur er eitthvað sem er áunnið og hægt að laga ef vilji er til þess en í Bjarna tilfelli held ég að það sé algjörlega borin von því hann er eins og alkinn, sér bara hvernig allir í kringum hann eiga við vandamál að stríða en hans dagdrykkja er í fínu lagi og hann þurfi enga hjálp.
Tengdir Pistlar og fréttir um mannfyrirlitningu Bjarna er að finna hér að neðan.
Viðstöðulausar lygar Bjarna Ben afhjúpaðar á núll og nótæm
Bjarni Ben segir að fjölgun öryrkja sé orðið “séríslenskt” vandamál
Gjörspilltur, lyginn og siðblindur Bjarni Benediktsson
70% þjóðarinar baggi á ríkissjóði
Ummæli Bjarna Ben vekja reiði meðal almennings
Hreinar lygar Fjármálaráðherra í ræðustól alþingis
En þetta er ekki allt því með því að fara í gegnum ræður Bjarna á Alþingisvefnum má bæði lesa og heyra hvernig hann hikar ekki vð að fara með ósannindi í mörgum þeirra mála sem hann hefur flutt og þegar honum finnst að sér vegið þá ræðst hann með beinum árásum á þá einstaklinga og gefur oftar en ekki í skyn að þeir hafi ekkert vit á því sem þeir tali um þrátt fyrir niðurnegldar staðreyndir en heldur áfram að vitna í sín fölsuðu exelskjöl.
Það er einlæg von mín að nýir þingmenn sem settust á þing í haust láti Bjarna ekki hræða sig eða afvegleiða með orðræðu sinni því eins og allir sem hafa kynnt sér siðblindu vita, þá eru siðblindingjar oftar en ekki snillingar í að snúa öllum málum sér í hag, koma sökina á aðra og fá alla til að trúa því að þeir séu fórnarlömbin.
Meira að segja margt fjölmiðlafólk fellur í þessa gryfju og það þorir hreinlega ekki að ganga á Bjarna og reka lygarnar ofan í hann með staðreyndum því sleikjuháttur, liðleskjuháttur og almennur aumingjaskapur drífur þessa stétt áfram og þeir þora ekki að styggja valdhafana.
Meira að segja Kastljósið og stjórnendur þess þora ekki að taka á Bjarna af hörku heldur eru eins og lúbarðir rakkar þegar hann mætir í viðtöl.
Ég hef oft séð þessa taktík hjá Bjarna og ég er alveg hissa að fólk skuli alltaf falla fyrir þessu trikki hjá honum.
Að lokum segi ég bara gleðilegt ár og megi það verða okkur öllum gott.