Nú ber heldur betur nýrra við ef marka má frétt af Nútíminn. Þar kemur fram að Bjarni Ben er að öllum líkindum lögbrjótur í skuldaleiðréttingarmálinu.
Í 64. grein laga um þingsköp kemur fram að enginn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs síns. Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt á Alþingi 16. maí með 33 atkvæðum gegn 22. Bjarni Benediktsson lagði frumvarpið fram og greiddi atkvæði með því.
Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld sagði Bjarni að hann hefði sótt um skuldaniðurfærslu en samkvæmt lögum er það ólöglegt að þingmaður eða ráðherra sem leggur frumvarp fram til laga megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálf sín.
Og með því að Bjarni viðurkenndi þetta í kvöldfréttum og í viðtalinu á Stöð tvö í gær, er deginum ljósara að hann hefur með því gerst lögbrjótur.
Ömurlegra verður það varla þegar margmilljóneri með mjög svo vafasama fortíð, svo ekki sé meira sagt, skuli voga sér annað eins og Bjarni án þess að blikna eða skammast sín. Sýnir algerlega siðferðið hjá þessum siflurskeiðung.