Daglega og jafnvel oft á dag les maður reynslusögur fólks sem þarf að eiga í samskiptum við handónýt kerfi hins opinbera. Kerfi sem eru svo fjársvelt að maður furðar sig á því að hægt sé að reka viðkomandi stofnun og sinna þeim verkefnum sem samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins henni ber þó skylda til þrátt fyrir að þingmenn og ráðherrar landsins viti fullvel að hvað þeir eru að gera.
Á alþingi íslands situr í dag starfsstjórn þar sem ekki hefur tekist að koma saman nýrri ríkisstjórn eftir kosningar og sú starfsstjórn sem situr er í minnihluta á alþingi. Fjármálaráðherra þessarar starfsstjórnar hefur sett saman og lagt fyrir alþingi fjárlagafrumvarp sem nú er til afgreiðslu og verður að segjast alveg eins og er að það er fátt ömurlegra en þingmenn sem höguðu sér eins og hanar á haug, gólandi að það þyrfti að endurreisa hér heilbrigðiskerfið og styrkja innviðina, virðast hafa gleymt því eftir kosningar, því nú híma þeir sömu undir fjósveggnum eins og kvefaðir ræflar og þora ekki einu sinni að hósta á þetta fjárlagafrumvarp.
Í dag eru aðeins fjórir dagar til jóla og í gær sté fram einhver verst gefni þingmaður landsins og básúnaði það út að það væri ekkert fjársvelti í heilbrigðiskerfinu, sjúklingar væru hýstir á göngum spítalans, kaffistofum og geymslum fyrir „sjónvarpsvélarnar og fréttamenn“.
Þingmaður sem lætur svona þvætting út úr sér á opinberum vettvangi án þess að kynna sér málin til hlýtar ætti að segja af sér á stundinni vegna dómgreindarleysis og fyrir að hafa nákvæmlega núll þekkingu á málunum.
Síðast í gær las ég langa og ljóta reynslusögu frá konu sem var nærri búið að drepa þegar hún mætti á bráðadeild með sprungin botnlanga og þurfti að bíða í marga klukkutíma eftir greiningu og daga eftir uppskurði.
Þessi kona má hreinlega þakka fyrir að vera á lífi í dag og hún lýsir mjög vel aðstæðum á LSH meðan hún dvaldi þar og ætla ég að henni forspurðri að birta sögu hennar í heild sinni.
„Við höfum aldrei haft það eins gott og í dag“
Hér er mín saga af góðærisinnlögn á LSH
Botnlanginn í mér sprakk í lok ágúst 2016
Mér er illt í maganum um kvöldið þegar ég reyni að sofna, verkir fara versnandi og ég get engan veginn sofnað. Verkir verða óbærilegir og Sigurður fer með mig grátandi í vinkil út í bíl og beint á bráðamótökuna.
Kemst í skoðun, með verki uppá 9, hita, þreyfingar á kvið bentu til að þetta væri botnlanginn. Blóðprufa sýndi hækkun á bólgu í líkamanum. Beið eftir myndatöku í margar klst. eða þar til daginn eftir kl.17.
Þarna var ég búin að vera fastandi í 25 tíma og fékk ekki einusinni vökva í æð… (blóðþrýstingur 70/40 en mjög hraður, veikur púls)
Læknir kemur og útskýrir fyrir mér ósofinni og svangri í morfínvímu…..á ENSKU…..! (þar sem hann talaði ekki íslensku) hvað kom út úr myndatökunni….mér skildist hann segja mér að myndin hefði ekki sýnt að neitt væri að. Svo ég var send heim. þrátt fyrir að hafa verið með verki uppá 10 áður en ég fékk morfínið, enn með hita, bólga í líkamanum, ælandi og þreifingar á kvið sem bentu til að þetta væri botnlanginn. Ég hlýddi og sveif í vinkil út af spítalanum á sokkalistunum, gleymdi skónum. Var með óráði.Ég fer aftur næsta dag um morguninn uppá bráðamóttöku hágrátandi og öskrandi um þar sem ástandið var versnandi enda allt morfínið horfið úr líkamanum. Þá var tekið mark á mér. Þetta væri greinilega botnlanginn! Þá er áætlað að ég fari í skurðaðgerð uppá hringbraut hið snarasta… samt var ekki farið með mig í sjúkrabíl… heldur fór maðurinn minn með mig.
Þegar ég kem á hringbraut fæ ég ekkert rúm því það var ekkert rúm laust….! Við tekur um 7 tíma bið í Lazyboy stól eftir aðgerð. Þegar það kemur að mér er ég látin ganga inn á skurðstofu! Niður stiga og 2 langa ganga með öll óhreinindin og bakteríur af gólfi spítalans inn á skurðstofu uppá skurðarbekkinn! Í aðgerðinni kom í ljós að botnlanginn var sprunginn og sögðu þeir mér eftirá að hann hefði verið ,,mjög ljótur“, komið drep í hann svo hægðir og gröftur höfðu fengið að leika um kviðarhol mitt í einhvern tíma..
Eftir aðgerð er ég á stofu með 3 öðrum konum á stofu, hvílist lítið sem ekkert, mjög verkjuð ásamt því að vera með mikla gigtarverki í öllum líkamanum. Ég er þó vön því að vera með verki alla daga þar sem ég er með gigt. Að jafna sig eftir 3 keisarafæðingar var auðvelt miðað við þessa aðgerð.
Eftir 1 og hálfan sólarhring frá aðgerð var ungur kandídat sem ég hafði ekki séð áður spenntur fyrir að koma mér heim, án þess að þekkja aðstæður mínar nokkuð (3 börn, hundur, köttur, 2 brattir stigar). Ég var mjög efins í fyrstu þar sem ég var svo slæm og gat ekki gert neitt sjálf en hugsaði að það væri kannski ágætt að fá að sofa heima án þess að vera með stofuna fulla af sjúklingum, læknum og fl. starfsmönnum… svo ég var send heim án þess þó að vera útskrifuð og átti að mæta næstu 3 daga 3x á dag í lyfjagjöf, ásamt því fékk ég morfín heim í nesti. Ég var varla lögð af stað úr rúminu þegar byrjað var að græja plássið mitt fyrir næsta sjúkling…
Ég gat ekki gengið svo ég fór í hjólastól með aðstoð Sigga.Við vorum fljót að sjá að þetta var út í hött, þar sem ég var svo verkjuð, þurfti aðstoð við allt og komst náttúrulega ekki upp né niður stiga í rúmið mitt svo ég svaf í sófanum.
Ég leggst inn á LSH aftur daginn eftir en var þá náttúrulega búin að missa plássið mitt, inná stofu. Ég fékk þó rúm sem var staðsett inni á setustofu og fékk þar forláta antik kúabjöllu til að hringja ef mig vantaði aðstoð. Þarna var ég í 2 sólarhringa. Þarna gat ég heldur ekkert hvílst þar sem aðrir sjúklingar voru þarna ásamt aðstandendum sínum. Eins eins fannst mér óþægilegt að svara spurningum frá læknum og hjúkrunarfræðingum um persónuleg mál þar sem allir sem þarna voru heyrðu.Ég skrifa það sem misfórst í þessu spítalaævintýri mínu á manneklu, tækjaskort og plássleysi. Ekki á allt þetta yndislega og dýrmæta fólk sem leggur sig allt fram við að gera það besta sem í þessu ástandi á spítölunum.
Ég veit vel að það er margt fólk að lenda í svipuðum málum og ég og þeim mun verri.
-Fyrrverandi sjúkraliði á LSH sem ætlaði beint í hjúkrunarfræði en kláraði sig andlega og líkamlega af álagi 2011-2014. Í dag öryrki.
Guðrún Jóna
Fésbókarfærslu hennar má lesa hér í heild sinni en þar birtir hún meðal annars myndir sem vert er að skoða.
Og hvernig er velferðarkerfið á Íslandi í dag? Ekki er staðan skárri þar því raðirnar við matarúthlutanir lengjast og lengjast þrátt fyrir að svokallaður „fjármálaráðherra“ hafi haldið því fram á dögunum að við höfum aldrei haft það betra en um þessar mundir. Bjarni Ben er ekki nokkrum einustu tengslum við fólkið í landinu en í góðum tengslum við M$ Exel og draumastöðuna sem hægt er að „búa“ til í því tölvuforriti.
Fátt er verra en þingmenn og ráðherrar sem stöðugt ljúga að sjálfum sér nema ef vera skyldi þeir sem trúa lygunum eins og nýju neti.
Heims um ból. Helvítis jól syngja margir fyrir þessi jólin og óska þingmönnum sem fengu nærri hálfa milljón í hækkunn á laun sín, ekki gleðilegra jóla, heldur frjálsu falli lóðbeint til helvítis og að þeir megi kafna á jólasteikinni ásamt öllum sínum siðspilltu ættingjum meðan þau sjálf hafa hvorki efni á jólamat eða gjöfum fyrir börnin sín.
Grípum niður í pistlinum sem vísað er í hér að ofan.
Snjórinn er orðinn að slabbi og ég blotna í fæturnar gegnum skóna. Tilkynni mig í afgreiðslunni og bíð eftir að það komi að mér. Hurðin opnast og fram kemur snyrtileg kona á miðjum aldri. „Ert þú Lovísa?“ Ég jánka því og fylgi konunni inn á skrifstofu. Konan sem ég talaði við í gær er ekki við svo ég þarf að útskýra stöðuna í hundraðasta skipti örugglega fyrir þessari konu. Hún skráir allt samviskusamlega og ljósritar launaseðla og skattaskýrslur.
Í gær eyddi ég síðustu krónunum í þessi afrit hjá tollstjóra. Félagsráðgjafinn segir mér að hún geti ekki lagt umsóknina mína um undanþágu fram fyrr en eftir jólin, og að í raun sé ekki mikil von til að ég fái neina hjálp. Ég þakka henni samt smeðjulega fyrir að reyna og fer út með gervibros. Stend svo fyrir utan og græt meðan ég þykist vera að lesa auglýsingaplaggat á veggnum. Þurrka augun og legg af stað út í slabbið.
Næsti viðkomustaður er Fjölskylduhjálpin til að fá jólamatinn. Labba framhjá hópi af jólasveinum sem kasta á mig jólakveðju. Helvítis jól!
Bára tekur fram að greinin fjallar um jól fyrir nákvæmlega 10 árum, en bendir á að greinin eigi vissulega við um stöðu margra núna. Aðstæður Báru eru ennþá erfiðar.
Þetta er bara brot af því sem hægt er að skrifa um og vísa til því sögurnar flæða inn núna fyrir jólin frá fólki sem á hvorki í sig né á vegna aðgerða stjórnvalda og þingmanna íslenska lýðveldisins og má í því tilfelli sérstaklega nefna svik síðustu ríkisstjórnar við aldraða og öryrkja fyrir síðustu jól.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer mikinn í fésbókarfærslu í gær þar sem hann, eins og allir sjallar alltaf gera, reynir að blekkja fólk með prósentureikningum enda nota svona menn alltaf sóðalegustu trikkin í bókinni þegar þarf að ljúga að fólki og blekkja það.
Það má alveg minna Brynjar á að hann fékk 460 þúsund króna hækkunn á sín laun á þessu ári sem nú er að renna sitt skeið en öryrkjar og aldraðir aðeins skitinn 10 til 15. þúsund.
Hann getur jarmað um prósentur og hvað þetta hafi kostað ríkissjóð eins og honum sýnist en krónutölurnar segja alltaf sannleikann þegar upp er staðið og við það verður þessi lítilmannlegi þingmaður og siðlausi ræfill bara að sætta sig við.
Eftir kosningarnar í haust settust 32 nýir þingmenn í stóla alþingis en enginn, ekki einn einast þeirra hefur reynt að koma öldruðum eða öryrkjum til varnar frá því þeir settust inn og hófu að fjalla um handónýt fjárlög fyrir árið 2017 eða í umræðum um fjáraukalög 2016 til að rétta hlut þeirra sem minnst mega sín þrátt fyrir hávær loforð um annað í sinni kosningabaráttu.
Ef einhver dugur væri í íslendingum og þeir í raun afkomendur víkinga, þá væru þeir löngu búnir að rusla þessu siðlausa rusli út af alþingi og jafnvel búnir að setja nokkra hausa á staura framan við þinghúsið. En þar sem staðreyndin er sú að íslendingar eru afkomendur aumingja, lúða og lúsera, þá kjósa þeir alltaf spilltustu og lygnustu fólin yfir sig aftur og aftur og skilja ekkert í því að hér grasserar bullandi spilling meðal æðstu embættismanna þjóðarinar sem hygla mest sér og sínum en drulla yfir almenning í landinu og láta hann borga fyrir öll sín mistök meðan þeir lifa sjálfir í vellystingum.
Íslendingar eru sjálfum sér verstir í heimsku sinni, meðvirkni fyrir gjörspilltum siðblindingjum sem traðka á þeim daginn út og daginn inn en landinn bara brosir, beygir sig fram og lætur taka sig ósmurt í rassgatið, aftur og aftur.