Gamalreyndur þingmaður ræðst á almennan borgara fyrir að benda honum á að stöðufærsla á samfélgasmiðli standist ekki söguskoðun og færir rök fyrir því. Þingmaðurinn bregst ókvæða við og sakar almenna borgarann, (kjósandann) um að vera með lygar, áróður, falskar upplýsingar og fleira miður skemmtilegt sem verður ekki tíundað hér.
Ef stjórnmálamaður sem situr á þingi og er komin í kosningaham, farinn að setja stöðufærslur á saméflagsmiðla og bloggsíður þar sem hann mærir störf síns flokks í hástert en sleppir að segja frá staðreyndum frá því hann sat í ríkisstjórn eða jafnvel gengur svo langt að breyta, (falsa) staðreyndum þó þær liggi algjörlega ljósar fyrir og vænir síðan þá sem benda á þessar staðreyndir með gögnum, að vera ómarktækir, óheiðarlegir, að vera lygarar til að reyna að hvítþvo sig með einum eða öðrum hætti, siðferðislega hæfur til að bjóða sig fram til að starfa fyrir þennan sama almenning og hann vænir um að vera lygara?
Ég tel svo ekki vera og ætla að nota annan vettvang en þennan til að fletta ofan af svona óheiðarleika, lygum og sögufölsunum því ef það er eitthvað sem ég ekki þoli þá eru það siðblindir lygarar, sögufalsarar og hreinræktaðir drullusokkar sem ráðast á mögulega kjósendur sína þegar þeim er bent á villu síns vegar enda eiga þeir ekkert erindi inn á alþingi.