Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Af grímulausri spillingu, meðsekt ráðherra og siðblindu beggja aðila

Posted on 9. júní 2015
Krefja þarf ráðherra um svör.
Krefja þarf ráðherra um svör.

Ef einhversstaðar er hægt að benda á spillingu fyrir opnum tjöldum, þá þarf ekki annað en lesa grein Inga Freys Vilhjálmssonar í Stundinni til að sjá hvernig hún birtist almenningi gjörsamlega grímulaust og án þess að reynt sé að fela hana á nokkurn hátt.
Ráðherra sem fremur þann gjörning að ráða í embætti stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, manneskju sem er einn stærsti hluthafi lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar í Ármúlanum, á, ásamt sambýlismanni sínum í gegnum eignarhaldsfélag, 27 prósenta hlut í fyrirtækinu Evu Consortium sem aftur á 20 prósenta hlut í Klíníkinni. Eva Consortium á einnig hlut í rekstrafélagi hótelsins sem einnig er rekið í Ármúlanum en hluti þess er sjúkrahótel auk þess sem félagið á heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf.

Ekkert mat á hæfi stjórnarmanna í Fjármálaeftirlitinu fer fram, að því er virðist, áður en stjórnarmennirnir eru skipaðir. Fjármálaeftirlitið sér hins vegar um að meta hæfi stjórnenda, stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum.
Fjármálaeftirlitið getur því ekki svarað spurningum um hæfi eigin stjórnarmanna eða athugun á því.

Í stjórnsýslulögum, 5. og 6. grein, segir einnig að  stjórnarmaður sé vanhæfur til að fjalla um málefni fyrirtækisins ef hann „á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“  eða „sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir“. Svo segir í sjöttu greininni, sem er mjög opin, að hann sé vanhæfur ef ástæður eru til þess að draga óhlutdrægni hans í efa: „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“

Bjarni Benediktsson skipaði Ástu Þórarinsdóttur í starf stjórnarformanns FME í byrjun þessa árs.

Af hverju eru fjölmiðlar ekki búnir að ganga á Bjarna og kefja hann svara um þessa grímulausu spillingu sem hann er potturinn og pannan í með þessari ráðningu?

Ég persónulega vill hvetja þingmenn stjórnarandstöðunar til að ganga á Bjarna í fyrirspurnartímum á Alþingi og krefja hann svara og hvað hann hyggst gera til hreinsa sitt sótsvarta mannorð af þessari spillingu því þetta er bara viðbjóðslegt mál.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme