Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Að miða við rétta hluti þegar talað er um ábyrgð

Posted on 30. desember 2012
Leikskóli

Ef leikskólakennarar landsins hefðu týnt heilli kynslóð af börnum fyrir okkur árið 2008 hefði ekki þurft neinn sérstakan saksóknara eða alþingisnefnd eða flókin ferli til að komast að því hvar ábyrgðin lá.

Svavar Knútur tónlistarmaður með meiru hefur birt á facebook síðu sinni mjög svo athyglisvert viðmið þegar kemur að því að bera ábyrgð og launin sem því fylgja.

Hér að neðan er hægt að sjá hvernig hann setur þetta upp og verður að segjast eins og er, að ef þetta hreyfir ekki við einhverjum, þá er eitthvað mikið að.

Ef leikskólakennarar landsins hefðu týnt heilli kynslóð af börnum fyrir okkur árið 2008 hefði ekki þurft neinn sérstakan saksóknara eða alþingisnefnd eða flókin ferli til að komast að því hvar ábyrgðin lá. Við hefðum líklega orðið ansi mikið reiðari hefðu 10.000 börn horfið sporlaust, heldur en 10.000 milljarðar. Og sjálfsprottnar borgaralegar refsisveitir hefðu líklega hreinlega brennt leikskólakennarana á báli. Slík hefði reiðin verið.

Samt fá leikskólakennarar og fólk sem starfar við umönnunarstörf brotabrot af þeim launum sem banka- og fjármálakarlar fá borgað, af því þeir síðarnefndu bera svo mikla ábyrgð, sjáðu til…

Þarf ekki að fara að endurhugsa forgangsröðunina í samfélaginu?
Hætta að reyna að hvetja konur til að koma sér í „karlastörfin,“ þar sem peningarnir eru og frekar fara að veita peningum í „kvennastörfin“, þar sem hin raunverulega ábyrgð liggur?

 

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme