Í dag, 10. Febrúar voru öryrkjar með mótmæli á Austurvelli og höfðu 85 manns boðað komu sína á viðburðarsíðu á Facebook. Þegar upp var staðið mættu aðeins milli 10 og 15 manns. Restin ákvað að sleppa því að mæta, kanski eins og við var að búast þó þeir tilkynni komu sína. Samstaðan er nú ekki betri en það.
Ljót og leiðinleg uppákoma varð á Austuvelli þegar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar Framtíðar ákvað að koma út úr þinghúsinu og ræða við mótmælendur því ein kona í hópnum tók sig til og jós svívirðingum yfir þingmanninn sem fékk aldrei færi á að svara þeim ávirðingum sem á hann og þingheim allan voru bornar af þessari konu.
Myndband af atburðinum má sjá hér að neðan.
Hver þessi kona er væri gaman að vita því það er ekki með þessum hætti sem við öryrkjar fáum nokkru áorkað í okkar málum. Þvert á móti.
Ókurteysi og dónaskapur, öskur og óhemjugangur skilar okkur engu og verður bara til þess að fæla aðra öryrkja til að mæta á mótmæli. Þetta verður einnig bara til þess að almenningur sýnir okkur enn meiri fordóma og hikar ekki við að láta þá í ljósi hvar sem það kemur því að.
Ég persónulega skammast mín fyrir framkomu þessarar konu í garð Páls og þó það sé ekki mitt, þá bið ég hann afsökunar á þeim dónaskap sem honum var sýndur.
Ég vil ekki starfa með fólki sem hagar sér með þessum hætti eða mótmælir með þessum hætti því það gerir aðeins illa siðað fólk og fær engu áorkað með því.