Það er með hreinum ólíkindum að fá það framan í andlitið frá einhverri spilltustu ríkisstjórn sem hefur setið við völd í landinu, að fólki skuli duga 250 krónur fyrir einni máltíð eða sem svarar 745 krónum á dag.
Því er haldið fram að þessar tölur séu fengnar út frá neyslukönnun Hagstofunar og miðast viðhjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.
Mig grunar reyndar að þessi neyslukönnun sé meira en lítið brengluð því þegar fólk sem hefur lægstu tekjurnar eyðir ekki nema 15% af ráðstöfunartekjum sínum í mat er það vegna þess að það á ekki meiri pening þegar búið er að borga leigu og aðra reikninga.
Þess vegna eru þessi viðmið algerlega kolröng og gjörsamlega marklaus.
Ásta Hafberg tók saman raunkostnað um einföld innkaup í Bónus og þar segir hún:
Ef við reiknum með þessari upphæð sem sagt 2980 fyrir 4 manna fjölskyldu á dag og þessi fjölskylda verslar ódýrustu vörurnar og ekkert bruðl í neinu í Bónus þá gæti þetta litið svona út.
Nýmjólk 1,5 líter 193,-
Ca. 1 kg. bananar 249,-
1 Bónusbrauð 249,-
1 Smjörvi 398,-
1 Ostur 1200,-
1 Sparhakkpakki 398.-
1 Spaghetti pakki 175,-
Tómatsósa 248,-
Þetta gera samt 3110 krónur sem er 130 krónum yfir daglegu viðmiði fyrir ALLAR máltíðir dagsins hjá 4 manna fjölskyldu.
Bryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk.
Það segir sig því sjálft að það kraftidiot sem reiknaði þetta út er ekki með réttu ráði eða rænu og gjörsamlega úr takti við allan raunveruleika og verðlag í landinu.
Ég geri þá kröfu að það verði upplýst hver eða hverjir reiknuðu þetta út og þeir verði sendir út í búð með 248 krónur upp á vasan og látnir kaupa í heila máltíð fyrir þá upphæð.
Kanski það mundi verða til þess að þetta sorglega, illa gefna lið færi aðeins nota það sem er milli eyrnana á þeim og HUGSA.
Deilið og ræðið.