Það verður ekki annað sagt eftir það sem gengið hefur á síðustu tvo daga frá því Stundin birti „frétt“ af meintri morðhótunn minni vegna stöðufærslu sem ég skrifaði síðdegis þann 21. júlí síðastliðin en að manni er svolítið brugðið hvað viðbrögðin voru ofboðsleg í kjölfarið.
Það er því miður augljóst að reiðin sem kraumar í fólki og þá sérstaklega lífeyrisþegum og þeim sem eru tekjulægstir í þessu þjóðfélagi er miklu meiri en maður gerði sér í raun grein fyrir því innboxið hjá mér, bæði hérna á þessari vefsíðu og eins á facebook hefur verið fullt af skilaboðum og vinabeiðnir hafa hrúgast inn.
Eitthvað sem ég hafði engan veginn átt von á því ég hafði svo sannarlega sett mig í varnarstellingar vegna þessa fréttaflutnings því ég bjóst ekki við öðru en að fólk mundi hreinlega brjálast út í mig.
En hvað segir þetta okkur þá um stórnvöldin, ráðherra og þingmenn í landinu sem koma svona fram við það fólk sem þeir eiga að vera að vinna fyrir og gæta hagsmuna þess? Segir þetta okkur ekki að þetta fólk er gjörsamlega óhæft til starfans?
Ég mundi ætla að svo væri enda sjáum við bara hvernig þessir tveir æðstu stjórnendur landsins haga sér og tala til almennings í landinu, því þeir tala (niður) til almennings en ekki við almenning.
Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eru báðir af efnuðu fólki komnir og hvorugur hefur nokkru sinni þurft að líða skort eða neita sér um nokkurn hlut um sína ævidaga og þeir skilja því ekki þann raunveruleika sem almenningur í landinu neyðist til að lifa við.
Það er þó staðreynd því Bjarni hefur meira að segja látið hafa það eftir sér og viðurkennt að hann, fullfrískur maðurinn, gæti ekki lifað af á þeim tekjum sem hann ætlast þó til að við, öryrkjar og aldraðir erum tilneydd að lifa á. Ég reyndi að hlusta á þetta viðtal sem tengt er hérna að framan til að rifja það upp en gafst upp eftir tvær mínútur þar sem ég var við það að æla af viðbjóði.
Franska byltingin eða stjórnarbyltingin í Frakklandi er samheiti yfir miklar hræringar í stjórnmálum þar í landi sem stóðu sem hæst á árunum 1789 – 1795. Byltingarinnar er minnst fyrir þá dramatísku atburði sem leiddu til aftöku einvaldsins í valdamesta konungsríki álfunnar árið 1793 og setningar stjórnarskrár sem tryggðu hinni nýju stétt borgara aukin réttindi. Byltingin markaði tímamót táknrænna straumhvarfa í menningar- og stjórnmálasögunni. Margir sagnfræðingar tengja umskipti í hugarfari við viðburði byltingarinnar, endalok eldri heimsmyndar og stjórnarhátta og upphaf nútímalegra, vestrænna í viðhorfa og stjórnmála.
Þann 11. júlí 1789 gerði Lúðvík 16. helsta ráðgjafa sinn Jaques Necker útlægan og hóf handa við að stokka upp innan stjórnkerfisins. Þá brást almenningur í París við með uppreisn og réðist á Bastilluna, fangelsi í París, og unnu hana á sitt valda þremur dögur síðar. Í ágúst 1789 var lénsveldisskipulagið afnumið og stuttu seinna voru réttindi mannsins yfirlýst að fyrirmynd bandarísku stjórnarskránni.
Vísun mín í Frönsku byltinguna er til að minna á þá staðreynd að hún var í raun upphafið að lýðræðinu eins og við þekkjum það í dag en núverandi stjórn er að reyna að koma á einhverju stjórnskipulagi hér á landi sem mætti helst ríkja við fasískt alræði þar sem ríkisstjórnin ræður öllu, þar með þinginu. Við sáum það best í málum ESB þegar Gunnar Bragi Sveinsson tók sér vald sem hann hafði ekki, sniðgekk þing og þjóð og rifti öllum viðræðum við ESB upp á eigin spýtur.
Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra hafa verið einstaklega yfirlýsingaglaðir þegar kemur að efnahagsmálum landsins og haldið því stöðugt fram í ræðum og riti að hér sé bullandi uppgangur í öllu, fjármunir streymi inn í ríkiskassann og hér drjúpi smjör af hverju strái. Málið er bara að túnið er kalið niður fyrir rót og því engin strá á því sem drjúpa smjöri. Það sjáum við best sem fylgjumst með því ef uppgangurinn væri eins og talað er um, þá hefði verið hægt að hækka lægstu laun til mikilla muna og það hefði verið hægt að hækka bætur lífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk og vel það en í stað þess að segja sannleikann og koma heiðarlega fram, þá ljúga þessir herrar að okkur í hverri setningu sem þeir láta opinberelega frá sér og við sjáum það, skynjum það og finnum það á okkar eigin skinni.
Það er ekki hægt að fá lyf fyrir lifrarbólgusjúklinga og það þarf að kæra ríkið fyrir stjórnarskrárbrot.
Það er ekki hægt að borga mannsæmandi laun til fólks sem hefur eytt mörgum árum í að mennta sig.
Það er ekki hægt að borga mannsæmandi bætur til lífeyrisþega og það þarf meira að segja að stela af þeim að auki.
Af nógu er að taka sem hægt væri að telja upp en staðreyndin er sú, að eftir því sem undiraldan í þjóðfélaginu heldur áfram að aukast, þá verður ástandið hættulegra því þegar þú króar dýr af úti í horni og lemur það stöðugt þá endar með því að það ræðst á þig til baka.