Formáli.
Það er þyngra en tárum taki fyrir almennan borgara í lýðræðisríki að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar á Alþingi íslendinga eru kerfisbundið að eyðileggja efnahags og velferðarkerið á íslandi með aðgerðum sínum án þess að geta gert nokkuð við því. Gjörspilltir einstaklingar ríkisstjórnarflokkana sem nú eru við völd koma með hverja tillöguna á fætur annari sem grefur undan allri velferð í landinu og færir auðlindirnar sem eru í eigu almennings til fárra útvalina, vina sinna og vandamanna. Ganga jafnvel svo langt að brjóta stjórnsýslulög með aðgerðum sínum og haga sér eins og landslög komi þeim ekki við og þeir séu yfir þau sem og stjórnarskrárbundin ákvæði, hafnir.
Siðblinda og alger forherðing glæpamennskunnar birtist okkur grímulaust í aðgerðum Fjármálaráðherra sem selur hlut í ríkisbanka til sinnar nánustu fjölskyldu án þess að fara lögbundnar leiðir í sölunni og brýtur þar með lög án þess að alþingi bregðist við á nokkurn hátt.
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru þar með samsekir í spillingunni og lögbrotunum hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Sjávarútvegsráðherra ætlar á næstunni, með blessun flokksfélaga sinna að leggja fram frumvarp sem festir algerlega handónýtt kvótakerfi í fiskveiðum í sessi með því að færa útgerðunum í landinu og kvótagreifunum nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið, eign almennings í landinu, til næstu 25 ára.
Þetta er ekkert annað en þjófnaður fyrir opinum tjöldum og verður að stoppa hvað sem tautar og raular.
Kvótakerfinu verður að henda og koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjónar almenningi í landinu en ekki öfáum, útvöldum vinum ríkisstjórnarflokkana og ættingjum þeirra.
Landráð er það hugtak sem kemur fyrst upp í hugan þegar þessi tvö ofantöldu atriði eru skoðuð en samt er af nægu að taka í þeim efnum.
Salan á hlut Landsbankans.
Kjarninn.is greinir frá því 27. þm, að Landsbanki Íslands, sem íslenska ríkið á, sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum þar sem fram kom að Steinþór Pálsson bankastjóri, hefði undirritað samning um sölu á 31,2 prósent eignarhlut í Borgun. Kaupverðið á hlutnum var tæplega 2,2 milljarðar króna og var kaupandi hlutarins Eignarhaldsfélag Borgunar Slf.
Magnús Magnússon, forsvarsmaður félagsins, var sá sem setti sig í samband við Landsbanka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Landsbankans, en ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt.
Kaupin fóru því fram bak við lokaðar dyr, (reykfyllt bakherbergi Sjálfstæðisflokksins væri réttari útskýring) þar sem enginn annar sýndi áhuga á kaupum félagsins.
Þetta þýðir á mannamáli að hluturinn var ekki boðin út eins og lög gera ráð fyrir þegar um ríkisbanka er að ræða.
Á forsíðu hjá Bankasýslu Ríkisins segir eftirfarandi:
Bankasýslu ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.
Þessi sala sem fór fram á hlut Landsbankans er þvert á stefnu þá sem segir í greininni hér að ofan og er til marks um einbeittan brotavilja Fjármálaráðherra þegar kemur að sölu ríkisbankana. Þetta var reynt áður með þeim afleiðingum að hér á landi varð eitt allsherjar efnahagshrun sem varð til þess að ísland varð nánast gjaldþrota á einni nóttu.
Nú á að endurtaka leikinn í boði sama stjórnmálaflokks og rústaði efnahag landsins á sínum tíma.
Ekki bætir heldur úr skák, að kaupendur á þessum hlut Landsbankans eru náskyldir Bjarna Benediktssyni, fjármála og bankamálaráðherra.
Kaupandi að 19,71% hlut í Borgun er fyrirtækið P126 sem er í eigu föðurbróður fjármálaráðherra, Einars Sveinssonar og sonar hans Benedikts Einarssonar í gegnum móðurfyrirtæki þeirra sem skráð er í Lúxemborg.
Einar var hluthafi og stjórnarmaður í eignarhaldsfélaginu Vafningi og stjórnarmaður í Sjóvá.
Hvar á byggðu bóli myndu viðlíka viðskipti viðgangast?
Kvennablaðið greinir frá ættartengslunum í grein frá ritstjórn blaðsins.
Þann 13. febrúar síðastliðin var fjallað um það í DV að Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hefði tapað máli gegn íslenska ríkinu þegar hann reyndi að koma 964 milljónum króna undan skatti með fléttu sem átti að verða til þess að hann þyrfti ekki að borga fullan skatt af sölunni, en heildar hagnaður Einars vegna sölunar þann 5. apríl 2007 var 2.447 milljónir króna.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og er Bjarni því lifandi sönnun þess.
Öll hans framsetning frá því hann komst til valda í stjórnarráðinu bera þess merki að maðurinn gjörsamlega siðblindur, siðspilltur og heiðarleiki er eitthvað sem hann þekkir ekki einu sinni af afspurn.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa þann eina tilgang með starfsemi sinni að koma í valdastóla í landinu því allra spilltasta fólki sem hægt er að finna í landinu, ala það upp í flokknum sem gjörsamlega siðblinda og óheiðarlega einstaklinga sem hafa það eitt að markmiði að sölsa undir flokksfélagana, fjölskyldur þeirra og vini verðmætustu almenningseigur landsins eins og náttúruauðlindirnar, fiskimiðin og hvað eina sem ætti að gefa þjóðinni arð og gera ísland að því velferðarríki sem það gæti verið á heimsvísu, og stinga því í vasa auðvaldsins meðan þjóðin hangir á barmi gjaldþrots og almenningur í landinu sveltur.
Slík hegðun getur ekki flokkast undir neitt annað en landráð.
Arðrán fiskimiðina í boði stjórnvalda.
Hér ætla ég aðeins að fara yfir stöðuna í stjórn fiskveiða og hvernig komið er í veg fyrir að Ísland geti orðið eitt ríkasta land í heimi. Kvótakerfið sem komið var á upp úr 1980 er eitthvað það allra versta sem komið hefur fyrir þessa þjóð og orðið til þess að arðræna hana í slíkum mæli að allir flokkar sem hafa komið að stjórn landsins og viðhaldið þessu kerfi eru sekir um glæp gegn þjóðinni, almenningi í landinu og þó sértsaklega þeim sem hafa reynt að stunda smábátasjómennsku við strendur landsins.
Kvótakerfið var hannað og komið á fót af ráðherra sjávarútvegsmála sem sjálfur var nátengdur útvegsfyrirtæki á suðausturlandi, nánar tiltekið á Höfn í Hornafirði og fyrirtækið er Skinney Þinganes.
Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra frá 1983 til 1991 og á þeim tíma tókst honum ásamt glæpamafíunni, LÍÚ að koma hér á kerfi sem mismunaði fólki og fyrirtækjum að veiða úr sameign þjóðainar í kringum landið, fiskinn á miðunum.
(Ath, að þessar greinar í tenglunum að ofan eru fengnar af wikipedia og því mátulega marktækar).
Á þessum tíma var sjávarbyggðum umhverfis landið nánast gjöreytt þegar stærri útgerðir sölsuðu undir sig byggðakvótana, keyptu upp togaraflota byggðarlagana í kringum landið og lögðu niður fiskvinnsluna hvar sem þeir náðu að læsa sínum gráðugu spillingarkrumlum.
Síðan kvótakerfinu var komið á fót hefur spillingin í kringum það kerfi verið svo gengdarlaus að fólk sem hefur til að bera einhvern snefil af heiðarleika trúir ekki því sem hefur verið haldið fram af sjómönnum, einstaka útgerðarmönnum og öllu því fólki sem hefur þurft að vinna í þessu kerfi og sagt frá brottkastinu, afgreiðslu fram hjá vikt, fölsuðum aflatölum, vitktartölum og svo mætti lengi telja upp hvernig allt var svikið og falsað í kringum þetta kerfi. Kerfi sem var sniðið að þörfum útgerðargreifana af útgerðargreifunum sjálfum.
LÍÚ hefur haldið úti gengdarlausum áróðri fyrir kvótakerfið svo viðhalda megi spillingunni í þágu útgerðana og auðvaldsins í landinu á kostnað almennings. Hér er eitt dæmi um áróðurssíðu LÍÚ þar sem mjög svo vafasamar staðreyndir tala sínu máli.
Síðan kvótakerfinu var komið á hefur sífellt verið saumað og bætt við það svo úgerðin geti haldið sínum hlut sem mestum, svindlað og svínað á sjómönnum sem starfa um borð í bátum þeirra með því að láta sjómennina taka á sig allskonar kostnað sem þeir eiga ekki lögum samkvæmt að taka þátt í.
Eitt dæmið um svínaríið er að láta sjómennina taka þátt í olíukostnaði skipana meðan eigiendur þeirra stinga tugum ef ekki hundruðum milljóna á hverju ári í eigin vasa í arðgreiðslur.
Eitt dæmið um þvæluna og áróðurinn sem kemur frá LÍÚ er um sóknardagakerfið sem var tekið upp í Færeyjum árið 1993, rúmu ári eftir að þeir hentu burt handónítu kvótakerfi sem hafði nærri því komið efnahag eyjana fyrir kattarnef, en þar segir:
Færeyingar tóku upp kvótakerfi að kröfu Dana árið 1992, en því var varpað fyrir róða eftir aðeins eitt ár og sóknarmarkskerfi innleitt, sem hefur verið við lýði síðan. Erfitt er að dæma árangur þessa kerfis, enn sem komið er. Kreppan í Færeyjum og gjaldþrot sjávarútvegsfyrirtækja þar, leiddi til þess að flotinn skrapp saman um allt að helming frá því sem mest var og bankarnir héldu að sér höndum hvað varðaði lán til nýrra skipakaupa. Vegna þessa hafa fjárfestingar staðið í stað í greininni og sóknin hefur ekki aukist úr öllu valdi því skipin eru bæði eldri og færri en áður. Hversu lengi þetta ástand varir skal ósagt látið. En ef marka má reynslu annarra ríkja mun sóknarkrafturinn aukast í náinni framtíð og því er vafasamt að draga sterkar ályktanir af því tímabundna ástandi sem nú ríkir á eyjunum og yfirfæra það á Ísland.
Þegar glæpamafía eins og LÍÚ reynir að halda því fram, að tíu ára reynsla Færeyinga af sóknardagakerfinu sé ekki marktæk hlýtur maður að spyrja sig hvort þrjátíu ára reynsla af kvótakerfinu hafi reynst íslendingum happsæl?
Svarið hlýtur að vera nei.
Reynsla íslendinga af kvótakerfinu hefur á allan hátt verið neikvæð eins og kemur ágætlega fram í myndbandi sem vísað er í ofar í pistlinum.
Nú er svo komið að enn á að reyna að festa þessa geðbilun sem kvótakerfið er í sessi með því að gefa kvótagreifunum og útgerðunum nánast allan hagnað af veiðum í auðlind allra landsmanna til næstu 25 ára.
Verði það gert, er ljóst að hér á landi verður aldrei hægt að byggja upp velferðarþjóðfélag þegar fáir útvaldir vinir mafíunar fá að stinga öllum þeim gífurlegu tekjum sem fást fyrir aflan á fiskimiðunum í eigin vasa.
Væri hægt að skapa réttlátt sjávarútvegskerfi?
Já það er vel hægt. Fyrir það fyrsta þarf að leggja þetta handónýta kvótakerfi af með öllu og taka upp sama kerfi og Færeyingar nota enda hefur það sýnt sig að með því hefur afli aukist, fiskimiðin eru troðfull af fiski þrátt fyrir heimsendaspár fiskifræðinga og allir hagnast á því þegar upp er staðið. Ekki bara útgerðirnar og kvótagreifarnir, heldur líka ríkissjóður og allur almenningur í landinu ef rétt og vel er að því staðið.
En hvernig er hægt að koma slíku kerfi á hjá okkur og hverju mundi það skila?
Jú, breytingin yrði verulega róttæk og það þarf mikið af lagabreytingum að fara í gegnum þingið til að henda kvótanum og koma á sóknardagakerfi en með samstilltum vilja heiðarlegra þingmanna og ráðherra yrði það ekki mikið mál en til þess að svo geti orðið þarf almenningur að taka sig saman í andlitinu hvar í flokki sem það er og koma því siðblinda og óheiðarlega lygahyski sem er handbendi íslensku mafíunar út af þingi í eitt skipti fyrir öll. Á það sérstaklega við um nánast alla þingmenn núverandi stjórnarflokka og all nokkra þingmenn sem eru í dag í stjórnarandstöðu.
Nefni ég enga í því sambandi enda vita allir sem fylgst hafa eitthvað með málum hér á landi síðasta áratuginn eða tvo hverja er um að ræða.
En áfram með tillögurnar.
Fyrst, eins og ég kom að, er að henda þessu gjörspillta kvótakerfi og taka upp sóknardagakerfi sem gerir öllum sem vilja, kleyft að kaupa sér bát, veiðarfæri og hefja veiðar. Ekki ætti að þurfa nein sérstök leyfi, aðeins að skrá viðkomandi bát og áhöfn hjá fiskistofu og um leið og staðfesting er fengin á skráningunni þá getur viðkomandi haldið til veiða.
Allur afli sem berst að landi fer undantekningalaust á uppboðsmarkað þar sem hann er seldur hæstbjóðandi. Á því verða engar undanþágur og þær fiskverkanir sem eru í eigu útgerðarfélaga verða að kaupa sitt hráefni á markaði enda hefur það komið í ljós að þær útgerðir sem hafa selt afla til eigin fiskverkana, hafa selt aflann á langt undir markaðsverði og þar með skaðað hagsmunni sjómanna og landverkafólks en stungið hagnaðinum í eigin vasa. Allt slíkt þarf að stoppa í eitt skipti fyrir öll með ströngum viðurlögum sem gætu þá kostað viðkomandi útgerð og eigendur hennar háar fjársektir og algert bann við veiðum í ákveðin tíma eftir því hvað brotið er stórfellt en aldrei minna en eitt ár.
Að sjálfsögðu þarf þá að sama skapi að auka og herða eftirlit með löndun og viktun afla sem berst að landi til að koma í veg fyrir allt svindl.
Föst prósenta af söluverðmæti hvers kílós á markaði yrði innheimt af ríkissjóði sem gjald af sameiginlegri auðlind þjóðarinar til uppbyggingar íslenska efnahgaskerfisins, niðurgreiðslu skulda og til að efla og styrkja velferðarkerfið. Um það getur allt heiðarlegt og sæmilega siðferðilega heilbrigt fólk verið sammála um að væri réttlát enda mundi svona kerfi verða allri þjóðini til hagsbóta, eitthvað annað en núverandi kerfi er.
Ég ætla ekki að fara út í útreikninga á aflatölum og heldarverðmæti afla úr sjó því það ætla ég að láta aðra mér færari og talnaglöggari menn um en eitt lítið dæmi getum við tekið. Heildarafli þorsks fyrsta ársfjórðung 2013 var 44, 5 milljarðar króna sem þýðir að á 12 mánaða tímabili var verðmætið samanlagt um 178 milljarðar.
Athugið að þetta er bara þorskurinn sem um ræðir.
Segjum að það veiðist 320 þúsund tonn í heildina af þorski og allt fari á markað og hvert kíló seljist á 320 krónur.
Þá lítur formúlan fyrir það svona út: 320.000.000 X 320 = 102.400.000.000,- krónur eða eitt hundrað og tveir milljarðar og fjögur hundruð milljónir.
ef innheimt er svo „hóflegt“ gjald hvort heldur í krónum eða prósentum sem væri með nálgun upp á 50 krónur per kíló, þá væri ríkið, (þjóðin) að fá í sinn hlut af þessum 320 þúsund tonnum, 16.000.000.000,- krónur, eða sextán þúsund milljónir, sem sé, sextán milljarða.
Og það bara af þorskinum.
Hvað ætli heildaraflinn af öllum tegundum gæti gefið þjóðarbúinu í tekjur?
Það er mín bjargfasta trú að svona fiskveiðikerfi þarf að koma á hér á landi ekki síðar en strax.
Til þess þarf þó að koma öllum mafíósunum og spillingaröflunum af alþingi og losna við þá glæpahunda og spillingarpésa sem arðræna þjóðina um hábjartan dag, alla daga ársins með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.
Til þess þarf samstöðu fólksins í landinu í samráði við þá örfáu heiðarlegu þingmenn sem enn sitja á alþingi.
Öðruvísi gengur þetta aldrei upp.