Mér finnst ég lifa í martröð sem ég get ekki vaknað upp af.
Ekki eingöngu út af stjórnarfarinu og umræðunni í kringum það sem stuðlar að því heldur einnig að hlutum sem snúa að mínu persónulega lífi.
En nóg um það því í gær póstaði Lára Hanna Einarsdóttir á netið myndbandi sem hún hafði klippt saman.
Þar tekur hún valda kafla úr áramótaræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og tengir þá kafla við nokkra sketsa úr áramótaskaupinu.
Útkoman er hreint út sláandi og maður veltir því í alvöru fyrir sér hvort handritshöfundar áramótaskaupsins hafi komist yfir tímavél, því samhengið úr ræðunni og sketsunum er í raun algert kjaftshögg fyrir þá sem hafa getu til að hugsa heila hugsun, auk heldur sem sketsarnir sem klipptir eru inn í ræðuna segja í raun sannleikann um störf þessa manns og stjórnar hans meðan hann sjálfur í ræðu sinni lýgur svo gott sem út í eitt.
En um þetta verður fólk að dæma sjálft með því að horfa á þetta myndband.
Myndband klippt saman af Láru Hönnu Einarsdóttur.
Mitt persónulega álit á þessu myndbandi er að það er rosaleg.
Rosalegt vegna þess að það flettir ofan af lygum og svikum ríkisstjórnarinar á síðasta ári en er um leið áfellisdómur yfir sannsögli forsætisráðherra sem heldur því fram að hér sé allt í himnalagi og að ísland sé paradís á jörð fyrir allann almenning.
Bara eitt smá hint varðandi þetta myndband er þegar kona ein hittir fjölskyldu á Laugaveginum og fer að spyrja út í hvort þau séu flutt heim og þau játa því, búin að klára skólann og hann er master í einhverju sem heyrist illa og hún doktor í lífeindafræði.
Þau segjast hafa fengið tilboð sem þau gátu ekki hafnað. Fengu leiguíbúð í Grafarvogi á 350 þúsund á mánuði, fyrir utan hita og rafmagn, og yngra barnið á biðlista eftir leikskóla í vesturbænum en það eldra í skóla.
Bæði komin með vinnu, og takið nú vel efitr, í áburðarverksmiðunni nýreistu þar sem hún er á síma og hann verkstjóri á færibandi.
Glæsileg framtíð attarna, eða hvað?
Horfið á þetta myndband og sjáið og heyrið lygarnar og skrumið úr þessum manni sem á að heita að sé forsætisráðherra Íslands því þetta er ekkert annað en lygari og loddari sem hefur hvorki samvisku né siðferði og þjóðin á að sameinast um að reka hann og allt hans slekti, því þetta viðrini er í vinnu hjá okkur, íslensku þjóðinni.