Jón Hilmar Hallgrímsson varð bráðkvaddur í nótt 34 ára að aldri. Jón Hilmar, sem var þekktur undir nafninu Jón stóri, var ókvæntur og barnlaus og lætur eftir sig unnustu. Jón var þekktur fyrir undirheimastarfsemi en DV greindi frá því fyrr í vetur að hann hefði náð tökum á áfengis- og fíkniefnaneyslu sinni eftir að hafa dvalið úti á landi í einhvern tíma.
Það er fjölskylda Jóns Hilmars sem staðfestir það við fréttavef Vísis að hann hafi látist í nótt.
Pressan sagði frá því þann 4. júní að Jón hefði skráð sig í flugvirkjanám í Grikklandi. Þá hafði Jón greint frá því að hann hefði snúið við blaðinu og sagt skilið við öll eiturlyf.