Töluverð umræða fer nú fram vegna þeirrar hugmyndar Sigurðar Inga, ráðherra sjávarútvegs, að gefa útgerðunum nýtingaréttinn af kvótanum næsta aldarfjórðung án þess að eigendur fiskimiðana við landið hafi nokkuð um það að segja en eins og allir ættu að vita eru fiskimiðin eign íslensku þjóðarinar en ekki útvalina vina Sjálfstæðis og Framsóknarmanna þó svo margir virðist trúa því í einlægni.
Nei, miðin í kringum landið og fiskurinn sem þar veiðist er eign almennings í landinu og meðan svo er á almenningur að geta haft eitthvað um það að segja hvernig þeirri auðlind er ráðstafað því þetta er ekkert einkamál ráðherra, LÍÚ eða útgerðarmanna.
Ég hef á stuttum tíma skrifað tvær langar og miklar greinar um þetta mál, grenar sem hafa fengið töluverða athygli en ekki mikla umræðu.
Í síðasta pisli mínum setti ég fram hugmynd að því hvernig ég vil sjá nýtingu fiskimiðana í kringum landið því ég vil ekki horfa lengur upp á það að þjóðin sé arðrænd um tugi ef ekki hundruði milljóna á hverjum einasta degi ársins meðan þetta handónýta kvótakerfi er við lýði. Kvótakerfi sem á þrjátíu árum hefur sannað sig sem gjörspillt og handónýtt að öllu leiti.
Nei. Sem íslendingur og fullgildur sem slíkur, þá á ég fullan rétt á því að bera mínar tilllögur fram svo á þær sé hlustað. Það átt þú líka sem þetta lest sem og allir hinir sem ekki lesa þetta.
Það er réttur okkar allra að fá að segja til um hvernig fiskinum í kringum landið sé ráðstafað þannig að öll þjóðin njóti góðs af því en ekki einhverjar örfáar útgerðir sem hafi einkaleyfi á því að veiða allan fisk í kringum landið og stinga gróðanum í eigin vasa meðan þjóðin sveltur og rambar á barmi gjaldþrots sökum spillingar og óráðssíu í stjórnkerfinu.
Mínar hugmyndir eru einfaldar.
Innköllum kvótann og leggjum kvótakerfið niður.
Tökum upp sóknardagakerfi sem allir hafa aðgang að.
Stýrum sókninni miðað við ráðleggingar sjómanna og algerri lágmarks aðkomu Hafró og fiskifræðingum enda hefur það sýnt sig í gegnum tíðina að spár þeirra hafa aldrei staðist.
Allur afli fer á markað, undantekningalaust.
Hert eftirlit með löndun og viktun afla.
Hert viðurlög verði einhver uppvís að svindli.
Ríkið leggur á 25% skatt á hvert kíló upp úr sjó, (markaði).Allir geta keypt sér bát og farið að veiða, eina sem þarf er að skrá bátinn hjá Fiskistofu til að fá leyfi.
Nánar er þetta útlistað neðst í þessum pistli og ég í raun hvet alla til að skoða þessa hugmynd og segja sitt álit á henni því það er algerlega bráðnauðsinlegt að gera það núna, áður en það verður of seint.