Ef við skoðum aðeins hvernig álagningin er á bifreiðaeldsneyti er í dag í landinu kemur nokkuð fróðlegt í ljós.
Hér að neðan eru upplýsingar um skattlagningu á eldsneyti.
95 okt
Skattar
+Fastir Skattar: 109.87 ISK
Með VSK: 147.69 ISK
Heildarskattur: 107.53 ISK
Úrvinnslukostnaður 5.42 ISK
Mismunur 42.29 ISK
55.03% af verði eru skattar
Bensínskattur : 23.86 ISK
Sérstakur Bensínskattur : 38.55 ISK
Kolefnisskattur : 7,3 ISK
VSK : 24%
Dísel
Skattar
+Fastir Skattar : 102.89 ISK
Með VSK : 139.1 ISK
Heildarskattur: 98.94 ISK
Úrvinnslukostnaður 5.42 ISK
Mismunur 42.58 ISK
52.88% af verði eru skattar
Olíuskattur : 54.88 ISK
Kolefnisskattur : 7,85 ISK
VSK : 24%
Skoðum svo innkaupsverðið.
Lykiltölur
WTI Hráolía : 53.17 USD
–38.46 ISK Per liter
Brent Hráolía : 55.52 USD
–40.16 ISK Per liter
Verð á 95 Okt : 195.4 ISK
Verð á Dísel : 187.1 ISK
Gengi Gagnvart USD : 115
Nánar er hægt að skoða þetta hérna.
Það eru engar smáræðis upphæðir sem koma í ríkiskassann vegna skatta og álagningar á eldsneyti hér á landi og það er ekki nokkur einasti möguleiki fyrir Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra að réttlæta að leggja á vegatolla þar sem fólk er þegar búið að greiða fyrir vegina í formi ofurskattlagninga á eldsneyti og eins með bifreiðagjöldunum.
„Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.