Hvað þýðir það í raun ef örfáar fjölskyldur sem eiga útgerðirnar í dag, fá heildaryfirráð yfir fiskimiðum okkar?
Jú það þýðir örbirgð almennings og að hinar myrku miðaldir ráða aftur ríkjum á íslandi á 21. öldinni og þetta er það sem stjórnvöld ætla að bjóða okkur.
Stjórnvöld og þingmenn ljúga að okkur vísvitandi og reyna að telja okkur trú um að íslenska kvótakerfið sé það besta í heimi. Það er lygi því þegar Færeyingar reyndu það, þá var það nærri búið að rústa efnhag eyjana. Þeir voru skynsamir, skiptu um kerfi og nú blómstrar sjávarútvegur í Færeyjum og er öllum til hagsbóta.
Ill gefnir fræðingar reyna hins vegar að halda öðru fram, vitandi að þeir eru að ljúga.
Meðfylgjandi mynd er fengin af DV og ætti fólk að lesa greinina sem myndin var við sem og greinina sem tengt er á í lokin. Einnig ætti fólk að lesa pistla Níels Ársælssonar um kvótakerfið.
Við fengum smjörþefinn af því lénsveldi sem verið er að reyna að koma á í landinu þegar útgerðarfélagið Vísir í Grindavík lagði niður fiskvinnslu í þrem bæjarfélögum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks missti vinnuna eða flutti búferlum annað.
Ef fyrirætlanir stjórnvalda ná fram að ganga, þá verður þetta staðreynd. Bóndi sem á land að sjó og hefur róið út fyrir fjörusteinana og veitt í soðið, má það ekki lengur ef þessi lög verða að veruleika.
Verði hann nappaður með veiðistöngina á sinni landareign utan fjörusteina, getur hvaða útgerðarfyrirtæki sem er kært hann og látið gera afla, bát og veiðarfæri upptæk og auk heldur krafist stórra fjárhæða í skaðabætur fyrir þrjá þorsktitti sem hann fékk á færið.
Það er okkar að stoppa þetta, almennings í landinu.
Gakk til liðs við okkur í Sóknarhópnum.