Það þarf varla að nefna lekamálið fræga sem nú hefur verið í umræðunni í tæpt ár án þess að gangi né reki í því máli.
Þar birtist síðan spillingin í allri sinni dýrð því ef einhverntíma hefur verið ástæða til að ráðherra segði af sér, þá er það í lekamálinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og allir ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu átt að taka af skarið og víkja henni úr embætti um leið og það varð ljóst að lekinn kom úr ráðaneyti hennar.
Forsætisráðherra og hans flokkur eru svo samofin spillingunni að þeir gerðu ekkert heldur.
Alþingi og forseti Alþingis sitja einnig með merki spillingar á enninu fyrir að hafa ekki tafarlaust lýst yfir vantrausti á ráðherrann og krefjast afsagnar hennar, amk meðan málið var í rannsókn.
7. Spilling látin viðgangast.
Siðspilling fær að vaxa hömlulaust-
Fasista ríki halda utan um vald sitt í gegnum tiltölulega litla hópa sem hafa sameinast, sem kjósa eða útnefna hvern annan innbyrðis í stjórnunarstöður í ríkisstjórninni, viðskiftum eða hernum / lögreglunni.
8. Fjölmiðlum stjórnað.
Eftirlit með fjölmiðlum –
Stundum er fjölmiðlum stýrt beint af ríkisstjórninni af klaufalegum undirtyllum.
Á öðrum tímum eru það viðkunnalegir innanfélagsmenn sameiginlegs fjölmiðils sem að mótar stefnuna óbeint og þess vegna faglegri.Reglulega eru ímyndanir/myndir spunnar upp sem “fréttir” og eru kynntar með öndina í hálsinum og með leiftrandi fyrirsögnum.
Æfð þula af fastheldinni endurtekningu gerir jafnvel augljósustu lygi mjög ásættanlega með tímanum.
Með ásetningi verður málfarið sjálft og starfsfólkið ákaflega samdauna og mun framfylgja því að ýta almennum skoðunum “ út úr aðal umræðunni”.
Allar umræður sem eftir eru, lúta skilmálum og eru naumlega útskýrðar, til hagsbóta fyrir stjórnina.Auðveldara verður að hafa yfirsýn með þeim sem eru ósammála og frábrugðnir.
Ritskoðun og “sjálf-ritskoðun “, sérstaklega á stríðstímum er algeng.
Þegar maður fylgist með fréttaflutningi Rúv í dag er ljóst að þetta hefur náð fram að ganga því gagnrýnin fréttaflutningur er ekki lengur til þar og 90% fréttan er af ætt þeirrar grænmetistegundar er gúrka nefnist.
Eigendur og stjórnendur 365 miðla verður maður að skoða vandlega líka og fréttir frá miðlum þeirra eru mis trúveðugir.
Mbl er rekið og stjórnað af Sjálfstæðisflokkinum og eigendum hans, LÍÚ.
DV var keypt um daginn af kennitöluflökkurum og útrásarvíkingum til að leggja það niður eða til að losa eigendurna við fréttaflutning sem kom sér illa við þá.
Svona heldur þetta áfram og því þarf að passa vel upp á að trúa varlega því sem maður les, heyrir og sér í fréttum í dag.
9. Stjórnlaust kynjamisrétti.
Ríkisstjórnum fasista ríkja hættir til að vera svo til alger karlaveldi.
Hefðbundnar kynjaímyndir eru skapaðar og jafnvel gerðar enn strangari og ýktari.
Fordæming fóstureyðinga og samkynhneigðar,er yfirleitt innrætt á breiðum grundvelli í stefnumálum.
Hefur einhver ykkar lesið bók sem heitir Enginn þorir að kalla þetta samsæri ? Hún er gefin út 1988. Þessi bók lætur ekki mikið yfir sér en vel þess virði að lesa. Það sem Dan Smoot fyrrverandi aðstoðarmaður J. Edgar Hoover segir um bókina er þetta: ,,Bók þessi er aðdáunarvert verk með samanþjöppuðum upplýsingum, til þess að sanna að kommúnismi er sósíalismi, og sósíalismi, sem er samsæri til þess að múlbinda heiminn, er ekki hreyfing hinna kúguðu heldur ráðabrugg sem stutt er og stjórnað af auðvaldinu“.Þetta hér er úr bókinni…Ef menn skilja það, að sósíalismi er ekki áætlun til þess að útdeila auðnum, heldur í raun inni aðferð til þess að safna saman auðnum og stjórna honum, þá verður sú þversögn sem virðist vera hjá þeim vellauðugu, þar sem þeir eru að ýta undir sósíalismann, engin þversögn. Í stað þess verður sósíalisminn rökrétt og fullkomið verkfæri í höndum þessra auðjöfra til að ná völdum. kommúnismi, eða réttara sagt sósíalismi er ekki samtök hinnar undirokuðu alþýðu heldur hreyfing fjárhagslegra hagsmunaaðila hástéttarinnar.