Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Tips fyrir þá sem eru að leita að vinnu í Noregi

Posted on 4. október 2014
Hin fullkomna ferilskrá.
Hin fullkomna ferilskrá.

Það hefur oftar en ekki verið viðkvæði þeirra sem hafa farið til Noregs í atvinnuleit að það hvorki gangi né reki í þeirri leit þrátt fyrir að viðkomandi hafi vrið kallaður í ótal viðtöl við vinnumiðlanir og jafnvel hjá fyrirtækjum.  Sjálfur hefur undirritaður lent í því og getur því vitnað að þetta er allt satt og rétt.
En hvers vegna fær maður þá ekki vinnu þrátt fyrir viðtölin?

Það hefur nefnilega komið í ljós að þeir sem eru ekki með ferilskrá, (CV) eða illa uppsetta ferilskrá eiga mun erfiðara með að fá vinnu heldur en þeir sem eru með hana vel uppsetta og vandaða.
Það er heldur ekki nóg að vera með hana á Ensku því þá getur hún alveg eins endað í ruslinu þar sem Norðmenn er dálítið sérlundaðir hvað þetta varðar og vilja helst fá hana á Norsku þó vissulega séu undantekningar á því.

Ef þú sjálfur ert ekki góður í að skrifa Norsku, fáðu hjálp við að gera góða ferlskrá en taktu líka fram að þú hafir fengið hjálp við hana.  Það er þá líka nauðsynlegt að það komi skýrt fram hvað þú sjálf/ur ert góð/ur í málinu upp á að tala, lesa og skrifa það.  Einnig er gott að taka fram færni í öðrum tungumálum svo vinnuveitandi hafi það til hliðsjónar.

Á þessari síðu hérna, sem er á Norsku, eru góð ráð um hvernig hin „fullkomna“ ferilskrá ætti að vera.
Það er gott að hafa þessa síðu í bakhöndinni þegar þú ert að setja upp þína ferilskrá því það getur ráðið úrslitum um hvort þú færð vinnu eða ekki og þá hvað fljótt þú færð vinnuna.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme