Stundum er erfitt að byrja að skrifa um málefni sem eru manni hugleikin og það á vel við í þessum pistli, því ég veit eiginlega varla hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að koma því frá mér sem mig langar til að fjalla um. Þetta er að sjálfsögðu pólitík sem um er að ræða en þetta eru málefni sem snerta okkur öll í þessu landi hvar sem við erum stödd í lífinu án tillits til menntunnar, atvinnu okkar eða afkomu.
Ég sjálfur tilheyri þeim hópi fólks sem hefur verið skilgreindur af núverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, sem geðsjúklingur af því ég tek ekki undir hans sjónarmið um að það sé svo frábært að búa á íslandi því kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og tækifærin aldrei fleiri en um þessar mundir.
Þessi frægu ummæli lét lægstvirtur forsætis falla í áramótaþætti Stöðvar 2, Kryddsíld, eins og sjá má í myndbrotin Láru Hönnu Einarsdóttur hér fyrir neðan.
Þetta er skýrt dæmi um mann sem er ekki nokkrum einustu tengslum við það fólk sem hann er í starfi hjá og var kosinn til að sinna fyrir almenning í landinu. Stjórn hans sem fjármálaráðherra hefur einkennst af hroka, vanþekkingu, lygum, svikum og öllu því sem einkennir algjörlega siðblindan og siðlausan sérhagsmunasegg sem er nákvæmlega sama um allt og alla nema sig og sitt eigið rassgat.
Staðreyndir tala sínu máli og flótti ungs fólks úr landi er staðreynd því það er ekki lengur gerlegt að stunda nám hér á landi nema fyrir það fólk sem er alið upp með silfurskeið í kjafti og gullgaffal í rassgati því námslán eru orðin óaðgengileg hér fyrir almenning sem vill í nám, skólagjöld eru há og svo er búið að skella í lás í framhaldsnám fyrir þá sem orðnir eru 25 ára eða eldri.
Húsnæðisverð og húsnæðislán á íslandi eru skelfilegt dæmi um hvernig gert er í því að hrekja fólk úr landi því það að kaupa húsnæði er hreint brjálæði ef miðað er við ríkin í kringum okkur. Íbúð sem keypt er í dag á og fengið verðtryggt lán upp á 30 milljónir til 40 ára, stendur á endanum í 90 milljónum í lokin.
Einbýlishús í þorpi í Svíþjóð er hægt að fá á 5 milljónir, 85% lán til 20 ára og lokaverðið verður þá 6,5 milljónir þegar lánið er að fullu greitt.
Ungt fólk sér enga framtíð í að búa á íslandi við hæðsta matvöruverð í Evrópu, (og þó víðar væri leitað), hæðstu bankavexti og okurvexti á vextina í formi verðtryggingar sem þekkist hvergi í heiminum nema hér á landi, vont menntakerfi, ónýtt og fjársvelt heilbrigðiskerfi, mannfjandsamlegt og niðurlægjandi velferðarkerfi sem elur á fordómum í garð þeirra sem til þess þurfa og neyðast til að leita.
Það er náttúrulega geðveiki að tala um þetta, en í myndbandinu hér að ofan er ágæt samantekt um þá fyrringu og heimsku sem tröllríður innan stjórnkerfis landsins og að æðstu menn skuli voga sér að tala svona til almennings í landinu hefur hreinlega orðið tl þess í siðmenntuðum ríkjum að ráðherrar og þingmenn hafa orðið að segja af sér. Hér á landi gilda önnur lögmál því er gilda lögmál bananalýðveldana og einræðisríkjana þar sem svona dólgar og drullusokkar eru klappaðir upp af almenningi í landinu og þeim færð enn meiri völd.
Hvar í víðri veröld mundi fólk kjósa yfir sig flokk þar sem formaðurinn verður uppvís að því að fá hátt í hundrað milljarða afskrifaða úr félögum og fyrirtækjum sem hann hefur setið í sjórn og láta almenning í landinu borga brúsan?
Jú, að sjálfsögðu á íslandi og fólk bara tekur því fagnandi og gerir hann að forsætisráðherra.
Þessi sami maður sat á skýrslum vegna aðkomu sinnar í Panamaskjölunum fram yfir kosningar svo almenningur færi nú ekki að kjósa eitthvað annað en sjallaflokkinn því það þjónaði ekki hagsmunum hans að vera heiðarlegur. Heiðarleiki og gott siðferði er ekki til í huga Bjarna Ben og mun aldrei verða. Lygi, óheiðarleiki og almennur drulluhalaháttur er það sem mun fylgja þessari Panamapöddu alla tíð og heiðarlegt og hugsandi fólk mun aldrei fyrirgefa honum né gefa honum nokkurn grið í framtíðinni vegna framkomu hans við þjóðina.
Það er staðreynd að á meðan þessu landi stjórna hreinræktaðir glæpamenn í umboði útgerðana í landinu og bankamafíunar, þá verður ekki líft fyrir almenning hér á landi. Samtök Atvinnulífsins hafa komið sínum fulltrúa fyrir í Ríkisstjórninni sem velferðarráðherra.
Útgerðin á sína fulltrúa í ríkisstjórninni og banka og auðmannsmafían á þar stór ítök þar sem þeirra mál verða sett á oddinn.
Nú er sjómannaverkfallið búið að standa yfir í 7 vikur og útgerðin bíður bara róleg þangað til sjómenn gefast upp og semja af sér. Útgerðin á nóga peninga til að sitja og bíða næsta árið ef svo ber undir og þeim er svo nákvæmlega sama þó svo verði því þeir vilja ekki greiða sjómönnum sanngjörn laun eða gefa eftir að sjómenn greiði olíukosntað skipana, nýsmíðagjald og fleira því það fækkar eitthvað þeim tugum eða hundruðum milljarða sem þeir geta þá greitt sér í arð af sameiginlegri auðlind þjóðarinar.
Nei Ísland er ekkert bananalýðveldi. Ísland þrælanýlenda glæpamanna sem sameinsast undir flokksmerki drullandi fálka.
Það er staðreynd.