Ábyrgðin er engin en samt vilja þeir stjórna og ráða öllu sem þeir koma sínum þjófóttu krumlum yfir. Meira að segja stjórna landinu þó hverju mannsbarni með meira en þrjár heilafrumur virkar sé það morgunnljóst að þeim er það gjörsamlega ómögulegt öðruvísi en setja allt á hausinn og kenna svo öðrum um.
Nú stígur ,,hæstvirtur“ heilbrigðisráðherra fram og segir að það verði að einkavæða heilbrigðiskerfið eða alla vega þann hluta þess sem hann treystir sér ekki til að ríkið reki.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og sagði Kristján Þór að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana.
Kristján Þór ætti að kynna sér hvernig ástandið er í þeim löndum þar sem heilsugæslan hefur verið einkavædd og hvað það raunverulega kostar ríkissjóði þeirra landa og hvernig þjóustu við sjúklinga er eftir þær breytingar. Í flestum ef ekki öllum tilfellum hefur þetta reynst dýrara fyrir ríkissjóði þeirra landa og þjónustan orðið dýrari fyrir sjúklinga og hún hefur versnað til mikilla muna.
Það væri nær að fara ofan í saumana á íslenska heilbrigðiskerfinu og sjá hvort ekki er hægt að hagræða með því að skera rækilega ofan af stjórnendahlutanum í stað þess að segja alltaf upp skúringarkonunni. Ef horft er á heilbrigðiskerfið og uppbyggingu þess myndrænt, þá er þetta eins og píramídi á hvolfi. Því þarf að breyta og það hið snarasta, bæði fyrir ríkissjóð og fólkið í landinu en ekki bara einkavæða og einkavæða til að losna við að bera ábyrgð á rekstrinum.
Það er komin tími til að þetta ofdekraða drasl sem skipar sjálfstæðisflokkinn fari að axla þá ábyrgð sem þeir báðu um fyrir kosningar og gera hlutina AF ÞEIRRI ÁBYRGÐ SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ STJÓRNA LANDINU í stað þess að setjast niður væla og kenna öðrum um hvernig málum er háttað. Landsmenn gerðu kröfu um það í kosningunum og nú skulu orð bara standa.