Ef hægt væri að nefna einn siðblindingja öðrum fremur, þá er það deginum ljósara að þar fer fremstur í flokki Björgólfur Jóhannesson, formaður Samtaka Atvinnulífsins og forstjóri Iceland Air, en hann segir að það stangist á við öll markmið um stöðugleika, aukinn kaupmátt, og öflugt atvinnulíf að efna til verkfalla nú. Allir muni tapa á því. Hann segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar vera hóp sem væri í stöðu til að valda þjóðfélaginu gríðarlegu tjóni og sagði þá jafnframt villa um fyrir almenningi um laun og tekjur félagsmanna.
Þetta kom fram í setningarræðu Björgólfs á ársfundi atvinnulífsins nú fyrr í dag. Björgólfi varð tíðrætt um þau átök sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Hann sagði að fyrir lægju kröfur um 30 til 50 prósenta kauphækkanir einstakra verkalýðsfélaga. Hins vegar væri ekki svigrúm til hækkunar nema um einn tíunda af þeim kröfum. Forysta verkalýðshreyfingarinnar stefni félagsmönnum sínum til verkfalla og teldi að fengjust kröfur um launahækkanir samþykktar myndi það ekki hafa áhrif út fyrir þeirra raðir. Það væri rangt mat enda hefði þorri stéttarfélaganna uppi svipaðar kröfur. Það væri hins vegar engin leið til að verða við þessum kröfum.
Björgólfur sagði SA hafa boðið stéttarfélögunum upp á þann kost í komandi kjarasamningum að þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka yfirvinnulaun. Það muni þó taka tíma en þegar fram í sæki geti þetta orðið ríkjandi í launagreiðslum.
Hins vegar hafi verkalýðshreyfingin ekki sinnt þesssu boði.
Starfsgreinasambandið krefst tugprósenta launahækkana og vill líka að þeir sem hæst hafa launin fái mest og greiða félagsmennirnir nú atkvæði um vinnustöðvanir sem hefjast innan tíðar. Önnur landssambönd og BHM leggja einnig fram mjög háar kröfur. Markmið allra hópa er að enginn fái meira en þeir – og að þeir fái meira en aðrir.
Það heyrist ekki í neinum forystumanni stéttarfélags, sem virðist hafa áhyggjur af því að verðlag og vextir hækki, skuldabyrði fólks vaxi, að gengi krónunnar muni veikjast og að nýr verðbólguspírall geti farið af stað.
Því verða fjölmiðlar og aðrir, sem hafa það hlutverk að upplýsa og fræða almenning um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, að vera miklu betur á verði gagnvart hópi sem er í stöðu til að valda gríðarlegu tjóni, sem taka mun mörg ár að bæta. Það má til dæmis spyrja forystumennina, hvaða kröfur verða uppi næst þegar kjarasamningar verða lausir og verðbólgan 10 til 20 prósent, vextirnir miklu hærri en nú, verðmæti krónunnar mun minna og skuldir allra hafa hækkað mjög mikið.
Hann klikkir síðan út með þessari kostulegu setningu:
Við höfum reynt þetta allt áður og það er sorglegt að menn vilji hefja þennan leik að nýju.
Þetta segir maðurinn sem hækkaði sín laun fyrir nefndarsetu um 33.3% en býður verkafólki skitin 3,5% í kjarahækkunn.
Getur siðblindan og skíthælshátturinn orðið meiri en þetta?