Þegar þetta er skrifað er Rúv að sýna kvikmyndina Super 8 en þýðingin hjá snillingum Rúv útleggst þannig að þeir kalla hana „Leyndarmál í lestinni“.
Maður hefur oft í gegnum tíðina brosað út í annað yfir þýðingum á erlendum titlum Rúv og oft hefur maður spurt sig hvort þar ræður ferðinni einhver annarlegur húmor viðkomandi þýðanda eða léleg tungumálakunnátta viðkomandi.
Það hefur verið hent grín að þessu í gegnum tíðina og á Baggalútsspjallsvæðinu má finna þráð sem er tileinkaður þessum þýðingum. Sumt hvað af því er skemmtilega ýkt en svo sorglegt sem það er þá er meirihluti þess sem þar hefur verið sett fram beinar tilvitnanir úr dagskrá Rúv og þýðingum á erlendum titlum í dagskrá.
Meðal þess sem má nefna eru eftirfarandi þýðingar:
Rambo – Einn í óbyggðum.
Apocalypse Now – Hildarleikur.
Starwars – Return of the jedi – Ófriður í geimnum – endurkoma jóda.
Full metal jacket – Örlög og árásir.
House of Cards – Kortakofi.
Og endalaust má telja þetta upp sem þarna hefur komið fram.
Sumt af því er ekki alveg eftir Rúv handbókinni en lætur nærri þegar fólk fer að impoveresa með þýðingar að það fari nokkuð nærri bullinu frá þýðendum Rúv.
Nánar má skoða þetta með því að smella á þennan tengil.