Hvað í ósköpunum gengur að stjórnvöldum, hvað gengur þeim til?
Er það í alvöru eðlilegt ástand í okkar ríka landi að fatlað fólk, öryrkjar sé látið skrapa botninn.
Ekki bara að örorkulífeyrir frá TR sé svo lág upphæð að fólk nær alls ekki endum saman af henni heldur eigi að draga úr allri þjónustu við fatlað fólk líka hjá sveitarfélögunum.
Er þetta nútíma úrræðið?
Einu sinni var fötluðu og gömlu fólki fleygt fram af björgum til að spara.
Hvert eru stjórnvöld að stefna með fatlað og langveikt fólk á Íslandi?
Þessar spurningar og margar fleiri brjótast um í hugum fólks eftir að stjórnvöld tilkynntu þriggja milljarða frystingu á fjármagni sem sveitarfélögum landsins hafði verið lofað og þau hafa þegar gert ráð fyrir í sínum rekstrarreikningum. Að sjálfsögðu þurfa þau að bregðast við með því að draga úr þjónustu og hvar haldið þið að verði byrjað?
Jú að sjálfsögðu á sjúkum og öldruðum.
Þuriður Harpa formaður Öyrkjabandalagsins er allt annað en kát og minnir á að fyrr á öldum var öldruðum og sjúkum hent fram af björgum beint í dauðan til að spara og engu virðist líkara en sú sama staða sé komin upp í dag þrátt fyrir þau gífurlegu auðæfi sem íslendingar eiga. Auðæfum sem er svo augljóslega misskipt milli þjóðfélagsþegnana að algjör skömm er að því.
Forna siði ber að hafa í heiðri og virða þá en að taka þá upp með þeim hætti sem ríkisstjórn Kötu Jak ætlar að gera þegar kemur að öldruðum og sjúkum, þó þeim verði kanski ekki fleygt fyrir björg nema merkingarlega séð, þá er lítill munur á því og að svelta þá til dauða eins og staðan er núna.
Sama fornaldar afstaðan hjá stjórnvöldum í dag og fyrir 200 árum þó aðferðirnar við aftökurnar séu ekki þær sömu í dag og þá.
Ég held að öllum ætti að vera orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er krabbamein í íslenskum stjórnmálum. Krabbamein sem étur upp allt heilbrigði og sanngirni þar sem þeir hafa aldrei unnið fyrir almenning á íslandi en alla tíð unnið að því að moka undir auðvaldið og koma ríkisfyrirtækjum í einkaeigu vina og vandamanna, grafa undan undirstöðu atvinnuvegunum með einka(vina)væðingu heilbrigðis og menntakerfis og draga úr öllum reksti hins opinbera á öllum sviðum.
Skattleggja síðan þá sem eru á lægstu tekjunum upp úr öllu valdi en lækka skatta á ríkustu 10% hluta þjóðarinar og draga úr tekjuöflun ríkisins með því að gefa auðlindir þjóðarinar til útgerðargreifana sem greiða sér arð af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinar upp á hundruði milljarða á hverju ári og flytja í skattaskjól.
Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei meðan hann fær að vera við stjórnvölin huga að hag almennings og sést það best á viðhorfum þeirra þegar þingmenn og ráðherrar ljúga gengdarlaust að almenningi úr ræðustól alþingis, halda því fram að fiskurinn í sjónum sé ekki eign þjóðarinar og að raforkan og heitavatns auðlindin sé best komin í höndum vina þeirra og vandamanna. Sama gildir um bankana, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og svo mætti endalaust telja upp.
Siðferðisbrenglun þessa fólk er með slíkum ólíkindum að í siðmenntuðum löndum yrði slíku fólki gert að segja af sér þingmennsku því þessi aðferð þeirra, að svelta heilu þjóðfélagshópana til bana án þess að blikna eða blána yfir því er eitthvað sem á ekki að lýðast í siðmenntuðu landi.
Það er sorglegra en tárum taki að hugsa svo til þess hvernig Katrín Jakobsdóttir og aðrir í framlínu Vinstri Grænna töluðu fyrir síðustu kosningar.
Að það yrði að bæta hag öryrkja og aldraðra strax því þeir gætu ekki beðið lengur eftir réttlætinu.
Að sjáflsæðisflokkurinn væri óstjórntækur og það mætti hreinlega bara ekki koma honum til valda.
Að hækka þyrfti veiðigjöldina.
Að snúa þyrfti óréttlátri skattastefnu við almenningi til hagsbóta.
Að koma skikki á húsnæðismarkaðinn.
Að hækka þyrfti lægstu laun svo þau dygðu fyrir framfærslu.
Ekkert. Ekki neitt af þessu hefur Katrín og VG staðið við heldur þvert á móti svikið allt með því að færa sjallamafíunni völdin og fjármálaráðuneytið á silfurfati fyrir það eitt að fá að verða forsætisráðherra.
Hún og hennar flokkur er gjörsamlega áhrifalaus í stjórnarsamstarfinu því þar ræður Bjarni Ben og sjallamafían öllu og gerir bara það sem henni sýnist meðan Kata litla situr í forsætisráðherrastólnum, nakin eins og keisarinn forðum í ævintýrinu forðum, skælbrosir yfir embættisstöðu sinni sem hún hefur með aðgerðarleysi sínu og algjörum aumingjaskap að embætti sem engin tekur lengur mark á og ber ekki snefil af virðingu fyrir.
Og enn.
Einu og hálfu ári eftir að Katrín gaf þessar yfirlýsingar að fátækt fólk gæti ekki beðið lengur þá horfum við upp á enn meiri niðurskurð eftir sex ára brjálæðislegan uppgang í íslensku hagkerfi. Niðurskurð sem bitnar á þeim sem lægstar hafa tekjurnar og eiga sér enga málssvara.
Það er ekkert skrítið að Kata J. og VG séu að missa allt fylgi og séu hötuð út í eitt í dag fyrir aumingjaskapinn, lydduháttinn, svikin og síðast en ekki síst þann algjöra undirlægjuhátt sem flokkurinn og Kata sýna sjallamafíunni.
Þessari ríkis óstjórn þarf að koma frá völdum og það ekki seinna en strax.