Nú líður að því á næstu dögum að norðlendingar fái sína verslun þar sem þeir geta nálgast „Vape“ vörur á heimaslóðum.
Djákninn er ný verslun sem opnar þann 21. júlí næstkomandi í Gránufélagsgötu 4 á Akureyri og verður með gott úrval af rafrettum og vökvum fyrir þá sem vilja losa sig undan tóbaksreykingum en hafa raunhæfan valkost í staðin.
Fjöldi fólks hefur á undanförnum mánuðum hætt alfarið tóbaksreykingum, undirritaður er einn af þeim eftir rúmlega 35 ára tóbaksreykingar og skipt alveg í gufuna eða Vape eins og það heitir á engilsaxnesku.
Ég hvet alla sem vilja kynna sér málið að mæta á opnunina hjá Djáknanum en viðburðurinn er auglýstur á Facebook eru allir boðnir velkomnir.