Það hefur verið hamrað á því síðustu árin hvað krónu á móti krónu skerðingar á lífeyrisþega eru óréttlátar og ósanngjarnar, ekki síst í ljósi þeirra mála sem hafa komið upp í umræðum og uppljóstrunum á sjálftöku og sponslum sem þingmenn þjóðarinar fá ofan á þau laun sem þeir þiggja eftir að hafa hækkað um hundruði þúsunda á mánuði eftir kjarabætur kjararáðs þegar almennur þingmaður fór úr tæplega 800 þúsund krónum í nærri 12 hundruð þúsund á mánuði þá geta þeir líka halað inn fleiri milljónir í aksturstyrki og þegar þegar landsbyggðarþingmaður stígur fram og vælir undan því að 180 þúsund krónur á mánuði dugi henni ekki til að borga af og reka íbúð sem hún keypti sér í Reykjavík, hlýtur fólki að vera algjörlega ofboðið, sérstaklega því fólki sem býr við lökustu kjörin á Íslandi.
Ég rak augun í stöðufærslu í hóp á facebook í morgun þar sem öryrki segir frá því að hún hafi ákveðið að reyna að komast úr þeirri fátækt sem öryrkjum er boðið upp á með því að fá sér 50% vinnu en fyrir það starf fær hún 90. þúsund krónur í laun. 90. þúsund sem hefðu geta gert henni lífið bærilegra en vegna skerðingana sem ríkið leggur á öryrkja og aldraða sem reyna að bjarga sér þá kemur hún út í mínus um hver mánaðarmót upp á um 30. þúsund krónur.
Hún þarf sem sagt að borga með sér til að fá að vinna.
Jæja…..er enn að reyna að melta þetta…..málið er að ég er búin að vera á örorku síðan 2009 vegna margvíslega kvilla. Ég tók loksins risastórt skref í byrjun janúar sem tók mjöög mikið á mig (er með kvíða, bunglyndi og ýmislegt annað.) Þessi ákvörðun tók á ÖLLU sem ég átti…bæði líkamlega og andlega. Mig langaði til að komast út úr húsi og gera eitthvað við líf mitt. Ég réð mig í 50% vinnu sem var í raun minnsta prósentan sem ég gat fengið. Ég er ekki að hafa meir en 90 þús útborgað á mánuði. En þá kom skellurinn…..þeir minnkuðu húsaleigubæturnar og tóku af mér sérstöku. Tr st minnkaði hjá mér sérstaka uppbót til framfærslu,tekjutengda örorkuuppbót og heimilisuppbót. Þar að auki eru þeir búnir að rukka mig um tæp 100.000 kr í ofgreiddar bætur. Er þetta eðlilegt? Ég er búin að reikna saman allt og kemst að því að ég er með 30.000 kr minna til framgærslu á mánuði þrátt fyrir vinnu mína……semsagt ég er að greiða 30.000 kr á mánuði fyrir að fá að vinna. Ég er enganvegin að hafa efni á þessu og sé ekki fram á annað en að hætta að vinna og halda áfram að vera föst í fátæktrargildru ríkisins. Takk fyrir mig og áfram Ísland.
Fyrir síðustu kosningar Sagði Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra að aldraðir og öryrkjar gætu ekki beðið lengur eftir að fá kjör sín bætt en um leið og hún hélt eina af sínum fyrstu ræðum um fjárlögin fyrir árið 2018 kom skýrt fram hjá henni að það yrði ekkert gert í málefnum þeirra fyrr en það „hentaði“ ríkisstjórninni.
Það er til háborinar skammar að þessar skerðingar skuli ekki hafa verið afnumdar um leið og birti til í efnahag landsins, peningarnir eru til en samt eru veikustu einstaklingar landsins og þeir sem byggðu upp þetta þjóðfélag látnir bera þyngstu byrððarnar meðan stjórnmálamenn, forstjórar og auðmenn fá hverja launahækkunina á fætur annarri.
Hvað hefur fólk að gera með 40 til 100 milljónir í árslaun?
Það er skömm að því hvernig stjórnmálamenn haga sér, sérstaklega ríkisstjórnarflokkarnir sem lofa og lofa en svíkja svo bara og svíkja, ljúga og stela af almenningi.
Þetta þarf að stöðva og það strax.