Það hafa verið ærin tilefni til skrifa undanfarið vegna þess sem er að gerast á alþingi og í stjórnarráði íslands hvað varðar hegðun og framkomu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og virðist ekkert lát vera á þeim ótrúlegu atburðum í kringum einhverja spilltustu ríkisstjórn sem setið hefur við völd í þessu landi.
Það hefði verið hægt að skrifa tíu pistla á dag um óheiðarleika, spillingu, lygar, vanvirðingu og lítilsvirðingu við fólkið í landinu, auk alls hins sem hægt væri að fjalla um, sérhagsmuni ráðherra og þingmanna til handa vina sinna, útgerða, fyrirtækja og einstaklinga sem eru þeim þóknanlegir.
Síðan eru það raðlygararnir sem virðast aldrei geta komið frá sér einni setningu öðru vísi en verða uppvísir að ósannasögli, kanski ekki beinum lygum, en fara rangt með staðreyndir og jú, í sumum tilfellum hreint og beint ljúga vísvitandi í ræðum sínum og ritum án þess að fara nánar út í þá sálma í þessum pistli.
Hanna Birna og lekamálið.
Í rúmt ár frá því að lekamálið úr innanríkisráðuneytinu kom upp varð þáverandi innanríkisráðherra hvað eftir annað uppvís að því að fara með ósannindi fyrir þjóðina, bæði úr ræðustól alþingis sem og í viðtölum við fjölmiðla. Yfirlýsingar hennar stönguðust hvað eftir annað á við upplýsingar sem komu fram og henni tókst hvað eftir annað að rýja sig öllu trausti og trúverðugleika eftir að málið komst á síður fjölmiðla sem endaði að lokum með því að hún sagði af sér sem ráðherra og tók sér frí frá þingstörfum, fór í frí fram í lok apríl en er nú nýkomin til baka sem almennur þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en rúin öllu því sem heitir traust þingheims.
Stöð Tvö tók viðtal við hana sama dag og hún sneri aftur á þing og það verður hreinlega að segjast eins og er að þessi aumingjans, ræfills kona hefur ekki lært neitt af gjörðum sínum varðandi lekamálið eða hegðun og framkomu í kringum það, því hún gat ekki einu sinni komið heiðarlega fram í viðtalinu og varð meira að segja þar uppvís að ósannsögli. Beinum lygum væri réttara að tala um, því fyrrverandi innanríkisráðherra, fullyrti í viðtali við sjónvarpsmanninn Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð tvö, að sími hennar og tölva hafi verið skoðuð við rannsókn lekamálsins. Sú fullyrðing stenst hins vegar ekki skoðun, því hið rétta er að einungis símar og tölvur aðstoðarmanna hennar voru skoðaðar í rannsókn lögreglu.
Það sem er svo sorglegast við þessa aumingjans konu að hún kann ekki að skammast sín og þegar hún er búin að koma sér í þessa stöðu sem hún var, og reyndar er ennþá í, þá reynir hún að kenna fjölmiðlum, bloggurum og vonda „vinstra“ fólkinu um hvernig komið er fyrir henni.
Hún segir að henni og fjölskyldu hennar hafi verið hótað í orði og í riti af fólki sem hreinlega hati hana og segir að hún skilji ekkert í hvers vegna og hún vilji reyna að vernda fjölskyldu sína.
Það hefði hún átt að hugsa út í áður en hún fór að svara með lygum úr ræðustól alþingis í ótrúlegum hroka að þetta væri sko öllum öðrum að kenna en henni og hún hefði átt að láta vera að halda lygunum til streitu því það eina sem hún gerði með þessu var að koma öllum sínum nánustu í vandræði og gera hana að blóraböggli vegna eigin lyga og óheiðarleika.
Sökin er alfarið hennar sjálfrar og það neitar hún að horfast í augu við.
Vandaða fólkið í Sjálfstæðisflokknum.
En sagan er ekki öll sögð með þessu sem að ofan er talið, því um leið og Hanna Birna settist aftur á þing, sendi hún Sjálfstæðismönnum bréf þar sem hún þakkar fyrir stuðninginn sem henni hafði borist á þeim „erfiðu tímum“ sem hún upplifði meðan á lekamálinu stóð og eftir að hún sagði af sér sem ráðherra.
Hrokinn, yfirdrepsskapurinn og siðblindan lekur af henni í hverri setningunni af annari í þessu bréfi sem hún sendir samfloksfólki sínu og skilur mann eftir með kjálkann negldann við gólfið yfir skrifum hennar, en þar segir meðal annars:
Flokkurinn okkar er fjöldahreyfing vandaðs fólks og undanfarið hefur verið einstakt að upplifa enn og aftur hversu mikil forréttindi það eru að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokksmenn um allt land vilja leggja sitt af mörkum svo stjórnmálin verði málefnalegri og betri. En ég hefði varla trúað því að skilningur ykkar og stuðningur myndi nú í sumarbyrjun vera mér ofar í huga en sú reynsla sem var undanfari þess að ég um áramót steig til hliðar um sinn.
Einmitt nú getum við aukið stuðning við hugsjónir okkar um sjálfstæði, frelsi og fjölbreytni og einmitt nú erum við í aðstöðu til að tryggja að þær hugsjónir skili sér í fleiri tækifærum fyrir fólkið í landinu.
Þetta vandaða fólk sem hún talar um þarna er eitthvað sem þarf að skoða betur því hún er í raun líka að tala um sjálfa sig í þessu samhengi og við skulum skoða aðeins hvaða fólk um er að ræða.
Björn Birgisson tók stutta samantekt á því á Facebook síðu sinni:
Hanna Birna segir að XD flokkurinn sé fjöldahreyfing vandaðs fólks!
Gott og vel.Við hin erum þá bara óvönduð löturmenni og durtar!
Smá ófullgerður nafnalisti yfir vandaða fólkið í Valhöll:
Páll Heimisson, dæmdur þjófur.
Geir Haarde, dæmdur fyrir vanrækslu.
Árni Johnsen, dæmdur þjófur.
Baldur Guðlaugsson, dæmdur innherji.
Ásbjörn Óttarsson, meintur skattsvikamaður.
Illugi Gunnarsson, með allt niður um sig.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fallinn ráðherra vegna eigin lyga.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur fyrir ritstuld.
Guðlaugur Þór Þórðarson, styrkjakóngur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, bankavilpa með afskriftirnar.
Bjarni Benediktsson með sína Vafninga og milljarðatöp.
Sólveig Pétursdóttir, hvað gerði hún aftur í vandaða pakkanum?
Gísli Freyr Valdórsson, dæmdur fyrir óheiðarleika í embætti.Er örugglega að gleyma einhverjum sérlega vönduðum!
Örugglega mörgum.Kannski mætti nefna Jón Steinar Gunnlaugsson í þessu sambandi.
Hann hefur alltaf verið sérlega vandaður Sjalli.
Í umsagnakerfinu við færsluna má síðan lesa um fleiri „vandaða“ sjálfstæðismenn.
Fjórðungur þjóðarinar styður þennan gjörspillta stjórnmálaflokk.
Það hlýtur að vera fólki umhugsunarefni að nærri fjórðungur landsmanna styður enn þennan spilltasta stjórnmálaflokk landsins samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið á árinu, þrátt fyrir þá grímulausu spillingu og sérhagsmuni sem þessi flokkur er hvað eftir annað uppvís að.
Endalausar lygar í ræðum og ritum þar sem staðreyndum um hag almennings og efnahag landsins er snúið á hvolf og þegar staðreyndirnar eru bornar upp með rökum, þá hjóla ráðherrar og þingmenn flokksins í persónu þess sem kemur fram með rökin og staðreyndirnar af því þeir geta ekki svarað öðruvísi þar sem þeir hafa engar staðreyndir fyrir máli sínu til að leggja fram.
Það er ekkert að ástæðulausu að almenningur í landinu er með æluna í kokinu yfir hegðun og framkomu þingmanna og ráðherra sjálfstæðisflokssins, enda er fólk búið að fá sig fullsatt af þeim gengdalausu lygum, skrumi og þjófnaði einstaklinga innan þessa flokks, og þá sérstaklega ráðherrum og þingmönnum hans.
Sú staðreynd að hátt í fjórðungur íslendinga styður þennan flokk ennþá, þrátt fyrir skrumið og lygarnar, segir mest um þá stuðningsmenn og greindarstig þeirra, sem og siðferði.
Þið vonandi afsakið meðan ég æli.