Fátt finnst mér leiðinlegra en að þjarka um trúarbrögð og enn verra þegar illa gefnir og ofsatrúaðir einstaklingar trana sér fram með þær kenningar að trúlausir eða þeir sem trúa á annað en drottinn allsherjar, jesú krist og heilagan anda séu ekki færir um að sýna kærleika eða ást og hafi afbakaða heimssýn.
Sérstaklega fer þetta í taugarnar á mér þegar um alþingismenn er að ræða.
Það hefur nefnilega æ oftar komið í ljós að þeir þingmenn sem tjá sig hvað mest um trúrækni sína og ást sína á bibblíukenningunum fara sjaldnast ef þá nokkurn tíma eftir þeim kenningum sem þeir garga hvað hæst um.
Nú heimta þingmenn ákveðins stjórnmálaflokks á alþingi að kristnifræðikennsla verði tekin upp í grunnskólum og barið inn í blessuð börnin að þau fari lóðbeint til helvítis nema tileinka sér kristin gildi og helst að læra bibblíufjandann utan að og fara eftir kenningum hennar. Jafnvel þó þessir sauðir geri það ekki sjálfir heldur þvert á móti brjóta þeir allar þessar kenningar.
Eftir að hafa fylgst vel með þeim þingmönnum sem gefa sig út fyrir að vera kristinnar trúar og flagga því óspart þá er það MÍN kenning að meiri og verri hræsnarar eru vandfundnir á íslandi og þó víðar væri leitað, óheiðarlegri, lygnari, heimskari, treggáfaðri, fordómafyllri og sjálfumglaðastir í sinni eigin trúarofstækisbólu.
Best væri og heilbrigðast fyrir alla væri að leggja af og banna öll trúarbrögð, sama hvað nafni þau nefnast.