Bót, Aðgerðrhópur um bætt samfélag hefur boðað til mótmæla í dag, fimmtudaginn 14. ágúst fyrir framan Tryggingastofnun Ríkisins frá kl 13:00 til 14:00 til að krefjast þess að ríkið hætti að stela lífeyrissjóðsgreiðslum af öryrkjum.
Eins og staðan er í dag, skerðast greiðslur TR um 80% af þeim tekjum sem öryrkjar fá úr lífeyrissjóðum og er það að mati flestra ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður.
Nánar má lesa um þetta með því að smella á myndina sem fylgir pistlingum.