Lýðræðislega kosin kanski þessi stjórn en hún laug sig inn á almenning í landinu. Laug sinn inn á fólk sem hafði ekki gáfur til að bera að sjá í gegnum lygarnar sem tónaðar voru á framboðsfundum og hafði heldur ekki gáfur til að bera að hlusta á varnaðarorð þeirra sem vöruðu það við að kjósa þessa flokka.
Nú er svo komið þegar kjörtímabilið er hálfnað, að það á að boða til mótmæla á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar.
Þessa sama Jóns og stóð upp þegar Danir ætluðu að vaða á skítugum skónum yfir íslensku þjóðina og kallaði upp; „VÉR MÓTMÆLUM.“
Það má því alveg segja með sanni að Jón hafi verið fyrsti raunverulegi atvinnumótmælandinn sem reis upp gegn valdinu, lygunum, svikunum og lýðskruminu sem íslenskri þjóð var boðið upp á af valdhöfum í Danmörku á þeim tíma.
Hvað er því meira viðeigandi á morgunn, 17. júní en heiðra minningu Jóns Sigurðssonar með kraftmiklum mótmælum yfir ræðuhöldum einhvers mesta lygara, loddara og lýðskrumara sem komist hefur í stól forsætisráðherra síðan frá stofnun lýðveldisins?
Hvað er meira viðeigandi en að púa niður ræðu lygara sem segir að jöfnuður í þjóðfélaginu hafi aldrei verið meiri þegar þúsundir einstaklinga og fjölskyldna ná ekki endum saman af tekjum sínum yfir mánuðinn og margir eru þeir sem geta ekki gefið börnum sínum almennilegan mat nema fyrstu daga mánaðarinns.
Hvað er meira viðeigandi en að þagga niður í lygaranum þegar hann flytur ræðu sína fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni, fyrsta atvinnumótmælanda íslands?
Þær úrtöluraddir sem baula yfir því að mótmæla á þessum degi eru aðeins að heimta það, að loddarinn og lygarinn í forsætisráðaneytinu fái óhindrað að vanvirða minningu Jóns Sigurðssonar með lygum og lýðskrumi.
Þær úrtöluraddir eru ekki íslendingar heldur eru það íslenskar rassalseikjur auðvaldsins sem hafa enga samkennd með löndum sínum sem berjast í bökkum við að komast af í þessu landi þar sem almenningur er arðrændur af auðvaldinu.
Það eru ekki íslendingar sem koma svona fram við samlanda sína, það gera aðeins illa innrættir ræflar.
Mætum því sem flest á Austurvöll og púum niður loddararæfilinn og lygaræðu hans á afmælisdegi Jons Sigurðssonar.